Talsmaður sjálfsástar
Yitty er hannað af Lizzo og tveimur öðrum samstarfsfélögum og hefur línan lengi verið hennar draumur. Hún hefur verið að vinna að merkinu síðustu fimm árin. Hún segir að sér hafi stöðugt liðið eins og samfélagið væri að segja henni að hún ætti að breyta sér og vill ekki að öðrum líði þannig, stærð sé bara stærð.
Stærðirnar eru frá xs upp í 6X og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Samkvæmt yfirlýsingu fyrirtækisins er hver einasta flík hönnuð til þess að fagna, halda utan um og elska hvern og einn einasta líkama.
Fyrirtækið segir að mótunarklæðnaður hafi hingað til ekki verið hugsaður fyrir stærri stærðir. Þau segja sama sniðið og henti minni stærðum aðeins hafa verið stækkað en ekki endurhugsað eftir þörfum.
Kynnir Yitty á samfélagsmiðlum
Lizzo hefur verið dugleg á samfélagsmiðlum að sína flíkur úr nýju línunni sinni með því að syngja og dansa í þeim og hefur dansformið twerk verið mikið notað. Hún setur oft sterk skilaboð með færslunum eins og þessi hér:
„Ég veit ekki með ykkur en ég er þreytt á því að fólk sé að segja mér hvernig ég á að líta út og líða með líkamann minn. Ég er þreytt á því að óþægindi séu með samasem merki við kynþokka. Ef það er óþægilegt, FARÐU ÚR ÞVÍ.“
Raunveruleikaþáttur og lag á leiðinni
Lizzo er með raunveruleikaþáttinn Lizzo's Watch Out for the Big Grrrls þar sem hún leitar að dönsurum fyrir tónleikaferðalagið sitt. Einnig hefur hún boðað komu sumarlagsins 2022 sem heitir About damn time og hún gefur út eftir tvo daga.