Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar Ó. Ingi Tómasson skrifar 12. apríl 2022 09:01 Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun