Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Sigmar Guðmundsson skrifar 11. apríl 2022 14:30 Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Og að hún hafi komið því skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Auðvitað er það gott að Lilja greini nú frá andstöðu sinni við fyrirkomulagið, en talsvert betra hefði verið hjá ráðherra að tala skýrar um þetta opinberlega áður en salan hófst. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist viðskiptaráðherra hafa búið yfir talsvert nákvæmari upplýsingum um fyrirkomulagið en allir aðrir. Hún tekur það nefnilega skýrt fram að "því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð". Þetta finnst mér merkilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Það gat ekki hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli. Útkoman kom viðskiptaráðherra hins vegar ekki á óvart. Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Salan á Íslandsbanka Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Og að hún hafi komið því skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Auðvitað er það gott að Lilja greini nú frá andstöðu sinni við fyrirkomulagið, en talsvert betra hefði verið hjá ráðherra að tala skýrar um þetta opinberlega áður en salan hófst. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist viðskiptaráðherra hafa búið yfir talsvert nákvæmari upplýsingum um fyrirkomulagið en allir aðrir. Hún tekur það nefnilega skýrt fram að "því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð". Þetta finnst mér merkilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Það gat ekki hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli. Útkoman kom viðskiptaráðherra hins vegar ekki á óvart. Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar