Verð hlutabréfa í Íslandsbanka lágt þegar umdeild salan fór fram Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 13:17 Björn Leví er einn fjölmargra sem gagnrýnt hefur útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, bæði fyrra útboðið sem og hið seinna. Víst er að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á í vök að verjast í málinu. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson alþingismaður segir að þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur hafi verð á hlutabréfum verið lágt. Hann telur ekki úr vegi að um markaðsmisnotkun ofan á annað hafi verið í kortunum. Margþætt og hörð gagnrýni hefur verið höfð um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum þremur vikum. Um er að ræða 22,5 prósenta hlutur ríksins en selt var hlutafé fyrir 450 milljarða króna að nafnvirði á genginu 119. Eins og fram hefur komið áttu nokkrir þeirra fjárfesta sem fengu að kaupa þegar selt hlut sinn aftur og tekið til sín góðan hagnað með þeim hætti. Í fyrstu var talað um að tímasetning sölunnar hafi komið fólki í opna skjöldu en þeirri gagnrýni var svarað af þeim sem henni stýrðu sem svo að það væri einmitt nauðsynlegt til að forðast markaðsmisnotkun; að verð hlutabréfa væri með eðlilegum hætti þegar til sölu kæmi. Einn þeirra sem hefur farið hörðum orðum um söluna og að þjóðin hafi alls ekki fengið það sem henni bar við hana er alþingismaðurinn Björn Leví. Hann bendir á að lægsta verð hlutabréfa í Íslandsbanka að undanförnu hafi einmitt verið dagurinn sem Íslandsbanki var seldur með afslætti. Þá hafi verðið verið 4,75 prósentum lægra en tæpri viku áður. Þannig er það ekki eitt heldur allt sem er aðfinnsluvert við söluferlið. Björn Leví birtir mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir þróun verðs á hlutabréfunum dagana í kringum söluna. „Eitt af því sem umsagnaraðilar vöruðu við ef það væri farið í tilboðsleið, að það yrði að passa að það yrði engin markaðsmisnotkun á söluverði þess dags þegar salan færi fram. Í dag hljóma orðin sem Bankasýslan sagði við okkur eftir seinni söluna, að þeir væru rosalega ánægðir með að ekkert spurðist út um söluna fyrir lokun markaða,“ segir Björn og furðar sig á þessu. Honum telur einsýnt að allir þeir sem fylgjast með markaði vissu vel hvað stóð til, hann hafi heyrt orðróm þess efnis: „Þessi sveifla rennir svo sannarlega stoðum undir þann orðróm.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Píratar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30 Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Margþætt og hörð gagnrýni hefur verið höfð um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum þremur vikum. Um er að ræða 22,5 prósenta hlutur ríksins en selt var hlutafé fyrir 450 milljarða króna að nafnvirði á genginu 119. Eins og fram hefur komið áttu nokkrir þeirra fjárfesta sem fengu að kaupa þegar selt hlut sinn aftur og tekið til sín góðan hagnað með þeim hætti. Í fyrstu var talað um að tímasetning sölunnar hafi komið fólki í opna skjöldu en þeirri gagnrýni var svarað af þeim sem henni stýrðu sem svo að það væri einmitt nauðsynlegt til að forðast markaðsmisnotkun; að verð hlutabréfa væri með eðlilegum hætti þegar til sölu kæmi. Einn þeirra sem hefur farið hörðum orðum um söluna og að þjóðin hafi alls ekki fengið það sem henni bar við hana er alþingismaðurinn Björn Leví. Hann bendir á að lægsta verð hlutabréfa í Íslandsbanka að undanförnu hafi einmitt verið dagurinn sem Íslandsbanki var seldur með afslætti. Þá hafi verðið verið 4,75 prósentum lægra en tæpri viku áður. Þannig er það ekki eitt heldur allt sem er aðfinnsluvert við söluferlið. Björn Leví birtir mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir þróun verðs á hlutabréfunum dagana í kringum söluna. „Eitt af því sem umsagnaraðilar vöruðu við ef það væri farið í tilboðsleið, að það yrði að passa að það yrði engin markaðsmisnotkun á söluverði þess dags þegar salan færi fram. Í dag hljóma orðin sem Bankasýslan sagði við okkur eftir seinni söluna, að þeir væru rosalega ánægðir með að ekkert spurðist út um söluna fyrir lokun markaða,“ segir Björn og furðar sig á þessu. Honum telur einsýnt að allir þeir sem fylgjast með markaði vissu vel hvað stóð til, hann hafi heyrt orðróm þess efnis: „Þessi sveifla rennir svo sannarlega stoðum undir þann orðróm.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Píratar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30 Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14