Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:00 Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja eru enn með mannskap við brunavettvang til að vakta timburhaug þar sem enn gæti logað í glæðum. Mynd:Helgi Helgason Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð. Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“ Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24
Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28