Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir gegna lykilhlutverki í Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. Greint var frá því á dögunum að áhyggjur væri uppi um hinar nýju hæfisreglur sem settar voru í nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Í kosningalögunum, 18. grein þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... maki hans, fyrrverandi maki sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða einstaklingur skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar er á framboðslista. Hér má sjá mynd sem sýnir möguleg vensl kjörstjórnarmanns við frambjóðanda sem gerir hann óhæfan. Stjórnarráðið Sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí næstkomandi eru fyrstu kosningarnar þar sem kosið er eftir nýjum kosningalögum. „Nei, ég er vanhæf“ Kjörstjórnir landsins hafa unnið hörðum höndum að því að staðfesta þá lista sem munu bjóða sig fram, en frestur til að skila inn framboði rann út á föstudaginn. Samhliða þeirri vinnu kom í ljós að margir kjörstjórnarmenn, hvort sem er í yfirkjörstjórn eða undirkjörstjórn teljast vanhæfir samkvæmt hinum nýju viðmiðum. Þykkvibær í Rangárþingi ytra.Vísir/VIlhelm. Þannig var greint frá því í fréttum RÚV um helgina að allir aðalmenn í yfirkjörstjórn Akraness þyrftu að víkja vegna hinnar nýju reglna. Sama eða svipuð staða er komin upp í sveitarfélögum víða um land. „Nei, ég er vanhæf,“ segir Helga Hjaltadóttir, þegar blaðamaður hringir í hana og spyr hvort hún væri formaður kjörstjórnar Rangárþings ytra. Hún er ein af þeim sem víkja þurfti sæti vegna hinna nýju reglna. „Það kom í ljós á föstudaginn þegar listum er skilað inn. Þá var ég vanhæf, því miður,“ segir hún. Helga er, eða var, reynslumikill formaður, en nú þurfa nýir nefndarmenn að taka við keflinu. „Ég er búinn að vera svolítið lengi. Við vorum tvö sem þurftu að fara. Vana fólkið þurfti að fara,“ segir Helga. Málið er leyst þannig að varamenn í kjörstjórn fylla sætin tvö sem losnuðu nú, og svo þarf sveitarstjórn að skipa nýja varamenn. Helga segir að það verði áskorun fyrir nýja kjörstjórnarmeðlimi að taka við keflinu, ekki síst í ljósi þess að nú er í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum. Sveitarstjórnarkosningarnar verða haldnar þann 14. maí næstkomandi.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítil áskorun núna að fara yfir ný lög. Þetta er mjög óheppilegt að þetta nýja ákvæði skuli skella svona á okkur akkúrat þegar við erum að fara að vinna eftir nýjum lögum. Þá er það óvana fólkið en þetta er hæft og duglegt fólk og notar bara tímann fram að kosningum til að læra,“ segir Helga. Vanir starfsmenn þurfa að víkja Á Akureyri þurfa meðlimir yfirkjörstjórnar ekki að víkja vegna ættartengsla við frambjóðendur. Þar er hins vegar annað vandamál komið á daginn. „Við sleppum öll sex. Við erum öll hæf,“ segir Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri og á þar við aðal- og varamenn í kjörstjórninni þar. Málin vandast hins þegar kemur að þeim sem manna svokallaða undirkjörstjórn, þau sem eru kvödd til atkvæðatalningar og vinnu á kjörstað. Frá Akureyri,Vísir/Vilhelm „Við erum með langan starfsmannalista af þaulreyndu fólki sem er búið að vinna fyrir okkur í kosningum til margra ára en það eru rosalega margir af þeim lista sem mega ekki vinna í ár,“ segir Helga. Segir hún að stefnt sé að manna kjördeildir fyrir 28. apríl næstkomandi. Bréf hefur verið sent á þá sem eru á listanum með hinni svokallaðri vanhæfisteikningu þar sem viðkomandi eru beðnir um að skoða framboðslistana til að meta eigið vanhæfi eftir hinum nýju reglum. „Ef að við náum ekki að manna deildirnar þá þurfum við hreinlega að fara að ganga á mann og annan. Við þurfum 36 manneskjur til að vinna inn í kjördeildum,“ segir Helga sem segir vont að missa reynslumikið fólk. „Það er bara alveg skelfilegt, þegar við sáum þessar nýju reglur þá supum við hveljur,“ segir Helga. Vont að missa vant fólk Í Reykjanesbæ er það sama upp á teningnum. Þar er yfirkjörstjórn hæf, en þar sjá menn á eftir vönum starfsmönnum undirkjörstjórnar. „Það er vant fólk sem við erum að missa úr undirkjörstjórnum sem er mjög vont,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. „Þetta er frekar óheppilegt. Þetta er komið rosalega langt aftur,“ segir hún enn fremur og vísar meðal annars til þess að kjörstjórnarmaður er vanhæfur ef maki barnabarns maka eða börn systkina maka er í framboði. „Við náum auðvitað alveg að manna þetta en við erum að missa vant fólk í þessum kosningum,“ segir hún. Alþingiskosningar 2021 Akureyri Reykjanesbær Akranes Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að áhyggjur væri uppi um hinar nýju hæfisreglur sem settar voru í nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Í kosningalögunum, 18. grein þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... maki hans, fyrrverandi maki sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða einstaklingur skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar er á framboðslista. Hér má sjá mynd sem sýnir möguleg vensl kjörstjórnarmanns við frambjóðanda sem gerir hann óhæfan. Stjórnarráðið Sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí næstkomandi eru fyrstu kosningarnar þar sem kosið er eftir nýjum kosningalögum. „Nei, ég er vanhæf“ Kjörstjórnir landsins hafa unnið hörðum höndum að því að staðfesta þá lista sem munu bjóða sig fram, en frestur til að skila inn framboði rann út á föstudaginn. Samhliða þeirri vinnu kom í ljós að margir kjörstjórnarmenn, hvort sem er í yfirkjörstjórn eða undirkjörstjórn teljast vanhæfir samkvæmt hinum nýju viðmiðum. Þykkvibær í Rangárþingi ytra.Vísir/VIlhelm. Þannig var greint frá því í fréttum RÚV um helgina að allir aðalmenn í yfirkjörstjórn Akraness þyrftu að víkja vegna hinnar nýju reglna. Sama eða svipuð staða er komin upp í sveitarfélögum víða um land. „Nei, ég er vanhæf,“ segir Helga Hjaltadóttir, þegar blaðamaður hringir í hana og spyr hvort hún væri formaður kjörstjórnar Rangárþings ytra. Hún er ein af þeim sem víkja þurfti sæti vegna hinna nýju reglna. „Það kom í ljós á föstudaginn þegar listum er skilað inn. Þá var ég vanhæf, því miður,“ segir hún. Helga er, eða var, reynslumikill formaður, en nú þurfa nýir nefndarmenn að taka við keflinu. „Ég er búinn að vera svolítið lengi. Við vorum tvö sem þurftu að fara. Vana fólkið þurfti að fara,“ segir Helga. Málið er leyst þannig að varamenn í kjörstjórn fylla sætin tvö sem losnuðu nú, og svo þarf sveitarstjórn að skipa nýja varamenn. Helga segir að það verði áskorun fyrir nýja kjörstjórnarmeðlimi að taka við keflinu, ekki síst í ljósi þess að nú er í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum. Sveitarstjórnarkosningarnar verða haldnar þann 14. maí næstkomandi.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítil áskorun núna að fara yfir ný lög. Þetta er mjög óheppilegt að þetta nýja ákvæði skuli skella svona á okkur akkúrat þegar við erum að fara að vinna eftir nýjum lögum. Þá er það óvana fólkið en þetta er hæft og duglegt fólk og notar bara tímann fram að kosningum til að læra,“ segir Helga. Vanir starfsmenn þurfa að víkja Á Akureyri þurfa meðlimir yfirkjörstjórnar ekki að víkja vegna ættartengsla við frambjóðendur. Þar er hins vegar annað vandamál komið á daginn. „Við sleppum öll sex. Við erum öll hæf,“ segir Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri og á þar við aðal- og varamenn í kjörstjórninni þar. Málin vandast hins þegar kemur að þeim sem manna svokallaða undirkjörstjórn, þau sem eru kvödd til atkvæðatalningar og vinnu á kjörstað. Frá Akureyri,Vísir/Vilhelm „Við erum með langan starfsmannalista af þaulreyndu fólki sem er búið að vinna fyrir okkur í kosningum til margra ára en það eru rosalega margir af þeim lista sem mega ekki vinna í ár,“ segir Helga. Segir hún að stefnt sé að manna kjördeildir fyrir 28. apríl næstkomandi. Bréf hefur verið sent á þá sem eru á listanum með hinni svokallaðri vanhæfisteikningu þar sem viðkomandi eru beðnir um að skoða framboðslistana til að meta eigið vanhæfi eftir hinum nýju reglum. „Ef að við náum ekki að manna deildirnar þá þurfum við hreinlega að fara að ganga á mann og annan. Við þurfum 36 manneskjur til að vinna inn í kjördeildum,“ segir Helga sem segir vont að missa reynslumikið fólk. „Það er bara alveg skelfilegt, þegar við sáum þessar nýju reglur þá supum við hveljur,“ segir Helga. Vont að missa vant fólk Í Reykjanesbæ er það sama upp á teningnum. Þar er yfirkjörstjórn hæf, en þar sjá menn á eftir vönum starfsmönnum undirkjörstjórnar. „Það er vant fólk sem við erum að missa úr undirkjörstjórnum sem er mjög vont,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. „Þetta er frekar óheppilegt. Þetta er komið rosalega langt aftur,“ segir hún enn fremur og vísar meðal annars til þess að kjörstjórnarmaður er vanhæfur ef maki barnabarns maka eða börn systkina maka er í framboði. „Við náum auðvitað alveg að manna þetta en við erum að missa vant fólk í þessum kosningum,“ segir hún.
Alþingiskosningar 2021 Akureyri Reykjanesbær Akranes Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59