Maður var handtekinn í Breiðholti í dag grunaður um að hafa ekið á vegrið og stungið af. Hann er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.
Þá var tilkynnt var um rúðubrot og tilraun til innbrots á verkstæði í Kópavoginum. Innbrotsþjófurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Skráningarmerki voru tekin af nokkrum ökutækjum vegna vanræktrar skoðunarskyldu og einn var stöðvaður við akstur án ökuréttinda.
Þá fór lögregla í útkall í Vesturbæ vegna slagsmála utandyra. Vitað er hver gerandi er en hann var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið, segir í dagbók lögreglunnar.