Áskorendamótið hefst á morgun: Sæti á Stórmeistaramótinu í boði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:01 Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun. RÍSÍ Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun þar sem fjögur lið geta unnið sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti
Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti