Áskorendamótið hefst á morgun: Sæti á Stórmeistaramótinu í boði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:01 Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun. RÍSÍ Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun þar sem fjögur lið geta unnið sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti
Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti