Langþráðir samningar í höfn Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 9. apríl 2022 07:01 Loksins hafa náðst langtímasamningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti tilkynningu þess efnis í dag. Um er að ræða samninga til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir. Nauðsynlegar aðgerðir Samningarnir kveða á um að auka á fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Hér er um að ræða brýnt verkefni til þess að bæta þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Auk þess á að efla þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Þá er í samningunum tryggð aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila. Samningarnir eru við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands og eru unnir í sátt. Næstu misseri verður síðan áfram unnið að skilgreindum verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna og efla gæðastarf. Hjúkrunarheimili framtíðarinnar Samkvæmt samningunum á að vinna að verkefnum sem bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna til framtíðar. Samhliða samningnum hafa samningsaðilar samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Þar er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Breyttar kröfur eru um gæði og þjónustu og greiðslur þurfa að vera í samræmi við það. Þá ætlar heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að settur verði á fót vinnuhópur undir stjórn fjármálaráðuneytis um fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila í samvinnu við Heilbrigðisráðuneyti, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Áfram veginn Þá er það er skýr vilji allra þeirra sem koma að samningsborðinu að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar, það horfir til bjartari tíma í málefnum hjúkrunarheimila. Með þessum langþráðu samningum hafa náðst þýðingarmikil markmið um stöðugleika og fyrirsjánleika í rekstri hjúkrunarheimila næstu árin. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Loksins hafa náðst langtímasamningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti tilkynningu þess efnis í dag. Um er að ræða samninga til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir. Nauðsynlegar aðgerðir Samningarnir kveða á um að auka á fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Hér er um að ræða brýnt verkefni til þess að bæta þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Auk þess á að efla þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Þá er í samningunum tryggð aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila. Samningarnir eru við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands og eru unnir í sátt. Næstu misseri verður síðan áfram unnið að skilgreindum verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna og efla gæðastarf. Hjúkrunarheimili framtíðarinnar Samkvæmt samningunum á að vinna að verkefnum sem bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna til framtíðar. Samhliða samningnum hafa samningsaðilar samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Þar er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Breyttar kröfur eru um gæði og þjónustu og greiðslur þurfa að vera í samræmi við það. Þá ætlar heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að settur verði á fót vinnuhópur undir stjórn fjármálaráðuneytis um fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila í samvinnu við Heilbrigðisráðuneyti, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Áfram veginn Þá er það er skýr vilji allra þeirra sem koma að samningsborðinu að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar, það horfir til bjartari tíma í málefnum hjúkrunarheimila. Með þessum langþráðu samningum hafa náðst þýðingarmikil markmið um stöðugleika og fyrirsjánleika í rekstri hjúkrunarheimila næstu árin. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun