Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísey útflutningi, dótturfélagi Auðhumlu sem á 80% hlut í MS á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (KS). Félagið segir að leyfissamningurinn hafi verið til skoðunar vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu.
„Því er ljóst að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyr í Rússlandi verður hætt og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands.“
Forsvarsmenn KS og Ísey útflutnings segja að þess í stað hafi IcePro, sem var í eigu KS og rússneskra aðila, hafið framleiðslu og dreifingu á skyri í Rússlandi árið 2018.