Tvö sæti í nýju Meistaradeildinni verða byggð á árangri liða í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 08:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og N'Golo Kante, miðjumaður Evrópumeistara Chelsea. Marc Atkins/Getty Images Meistaradeild Evrópu mun taka gríðarlegum breytingum frá og með 2024. Ekki aðeins verður núverandi fyrirkomulagi breytt heldur munu tvö sæti vera ætluð félögum sem hafa sögulega náð bestum árangri í keppninni. Fyrir tæplega ári tilkynnti knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, breytingar á fyrirkomulagi Evrópukeppna á vegum sambandsins. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Nýja fyrirkomulagið gengur undir vinnuheitinu „svissneska kerfið.“ Á það rætur rekja til Zurich í Sviss. Það hefur þó ekkert með fótbolta að gera en kerfið kemur úr skák. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Voru 32 en verða 36. Ein deild (einn riðill). Svipað og þekkist í EuroLeague í körfuboltanum, þar eru þó aðeins 18 lið. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra styrkleikaflokka: Hvert lið mætir liðum úr öllum fjórum styrkleikaflokkum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um hvaða lið myndu fylgja efstu átta liðunum í 16-liða úrslit. Liðin sem myndu falla úr leik í umspilinu færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. UEFA fundar nú og þar verður rætt að hleypa alltaf tveimur félögum - sem ekki hefðu unnið sér inn þátttöku með árangri heima fyrir - inn í keppnina vegna árangurs þeirra í gegnum söguna. Þannig gæti til að mynda Manchester United endað um miðja deild í Englandi en komist í Meistaradeildina því liðið hefur í gegnum tíðina tekið oftar þátt og náð betri árangri en önnur lið Evrópu sem ekki kæmust í keppnina. UEFA is expected to approve new rules today including a proposal to reserve two places in the Champions League based on historic performance. pic.twitter.com/z92ntmxYOn— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 7, 2022 Ekki kemur fram hvort frekari breytingar verði á Meistaradeild Evrópu kvenna en þar var hefðbundin riðlakeppni aðeins tekin upp á yfirstandandi tímabili. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira
Fyrir tæplega ári tilkynnti knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, breytingar á fyrirkomulagi Evrópukeppna á vegum sambandsins. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Nýja fyrirkomulagið gengur undir vinnuheitinu „svissneska kerfið.“ Á það rætur rekja til Zurich í Sviss. Það hefur þó ekkert með fótbolta að gera en kerfið kemur úr skák. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Voru 32 en verða 36. Ein deild (einn riðill). Svipað og þekkist í EuroLeague í körfuboltanum, þar eru þó aðeins 18 lið. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra styrkleikaflokka: Hvert lið mætir liðum úr öllum fjórum styrkleikaflokkum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um hvaða lið myndu fylgja efstu átta liðunum í 16-liða úrslit. Liðin sem myndu falla úr leik í umspilinu færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. UEFA fundar nú og þar verður rætt að hleypa alltaf tveimur félögum - sem ekki hefðu unnið sér inn þátttöku með árangri heima fyrir - inn í keppnina vegna árangurs þeirra í gegnum söguna. Þannig gæti til að mynda Manchester United endað um miðja deild í Englandi en komist í Meistaradeildina því liðið hefur í gegnum tíðina tekið oftar þátt og náð betri árangri en önnur lið Evrópu sem ekki kæmust í keppnina. UEFA is expected to approve new rules today including a proposal to reserve two places in the Champions League based on historic performance. pic.twitter.com/z92ntmxYOn— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 7, 2022 Ekki kemur fram hvort frekari breytingar verði á Meistaradeild Evrópu kvenna en þar var hefðbundin riðlakeppni aðeins tekin upp á yfirstandandi tímabili. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira
UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25