Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Strendur Mallorca hreinsaðar í febrúar sl. Vísir/Getty Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina. Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska. Spánn Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska.
Spánn Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira