Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Strendur Mallorca hreinsaðar í febrúar sl. Vísir/Getty Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina. Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska. Spánn Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska.
Spánn Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira