Umfjöllun og viðtöl: KR 64–74 Njarðvík | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Árni Jóhannsson skrifar 9. apríl 2022 23:10 Það var hart barist í leik kvöldsins um hvern einasta bolta Hulda Margrét Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru Njarðvíkingar sem náðu undirtökunum í leiknum strax í fyrsta leikhlutal Þeir komust fljótlega sex stigum yfir en KR náði að komast yfir áður en gestirnir jöfnuðu metin í 16-16 þegar um fjórar mínútur lifðu af fyrsta leikhluta. Þá komust Njarðvíkingar á 6-0 sprett, sem var með þeim stærri í kvöld, sem kom þeim í forskotið sem var í lok fyrsta leikhluta sem endaði 18-24. Annar leikhluti mun hvorki fara í kennslubækur um sóknarleik né sögubækurnar. Bæði lið stigu jú upp ákafann í varnarleik sínum en sóknarleikurinn var nánast enginn til að tala um. Maður hafði samt á tilfinningunni að það gengi verr hjá heimamönnum og að Njarðvíkingar ættu að leiða með meiru en en raunin var þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 29-37. Leikhlutinn endaði 11-13 fyrir gestina og eins og sjá má var hittnin ekki sérstök en heimamenn voru með 29% skotnýtingu á móti 44% skotnýtingu Njarðvíkinga. Gestirnir voru þó með færri skot og þess vegna var stigaskorið ekki hærra. Sagan var svipuð í þriðja leikhluta, það er að segja varðandi lága stigaskorið. Aftur fannst manni gestirnir hafa undirtökin og þegar KR náði ða draga þá nær þá svöruðu Njarðvíkingar í sömu mynt og héldu KR fimm til átta stigum frá sér. KR náði þó að draga andstæðinga sína niður í tveggja stiga forskot en aftur svaraði Njarðvík með litlu áhlaupi og luku þriðja leikhluta með sex stiga forskot 47-53. Maður fann hvernig það var mikið undir í fjórða leikhluta en ekki náðu liðin að sprengja leikinn upp sóknarlega. Það var mikill barningur og áköf vörn leikin. Dómararnir leyfðu ýmislegt og fór það í taugarnar á öllum því ekki hallaði á annað liðið. Lindbom lét þetta fara mest í taugarnar á sér en honum var vísað af velli með tvær tæknivillur. Um miðbik fjórða leikhluta voru KR-ingar fjórum stigum á eftir Njarðvík og eftir nokkrar glæsikörfur þá virtist stemmningin með þeim en það vantaðir herslumuninn upp á að draga Njarðvíkinga alveg til sín. Njarðvíkingar komust oftar á vítalínuna í lok leiksins og skoraði iðulega og þegar mest á reyndi þá skoraði Deidrick Basile mikilvægar körfur. Staðan var 61-70 þegar ein mínúta var eftir af leiknum en það var sama hvað KR reyndi allt kom fyrir ekki. Njarðvíkingar sigldu sigrinum heim og eru einum leik frá því að sópa KR í sumarfrí. Dedrick Deon Basile átti virkilega góðan leik í kvöld og var örlagavaldur í lok hans.Hulda Margrét Afhverju vann Njarðvík Njarðvíkingar gerðu nóg á báðum endum vallarins í kvöld. Þeir skoruðu stig þegar á þurfti að halda í lok leiksins og líka til að slökkva neistann sem var við það að myndast hjá KR þegar þeir reyndu að draga Njarðvíkinga nær sér. Hvað gekk illa? KR gekk verr að skora í kvöld. Þeir hittu ekki nema úr 32% skota sinna og 70% víta sinna. Njarðvíkingar voru þó með 41% hittni og 84% vítanýtingu. Í leikjum sem eru jafnir þá skipta þessir hlutir máli. Bestir á vellinum? Dedrick Deon Basile var bæði stiga- og framlagshæstur í kvöld. Basile skoraði 25 stig, gaf sjö stoðsendingar og stal tveimur boltum. Þetta skilaði Basile 32 framlagspunktum. Hjá heimamönnum var Þorvaldur Orri Árnason stigahæstur með 15 stig. Hvað næst? KR-ingar þurfa heldur betur að bíta í skjaldarrendur en þeir eru einum leik frá því að vera sendir í sumarfrí. Það gæti gerst í Ljónagryfjunni í Njarðvík á þriðjudaginn næsta. Njarðvíkingar þurfa að halda upp taktinum sínum í vörninni og ef þeir bæta í sóknina sína þá geta þeir fengið pásu á milli umferða. Adama Darboe reyndi hvað hann gat en náði ekki að draga sína menn nógu langtHulda Margrét Adama Darboe: Þetta snýst ekki bara um að skora fjandans körfurnar Leikstjórnandi KR, Adama Darboe, var að vonum svekktur með úrslit sinna manna í kvöld. Kappinn skoraði 12 stig og gaf átta stoðsendingar í kvöld. Það dugði lítið því varnarleikur liðanna var ákaflega leikinn í kvöld. Hann var spurður að því hvað KR hafði getað gert betur í kvöld. „Mjög spennuþrunginn leikur og ákafur. Lágt skorað allan leikinn þar sem bæði lið voru að klikka á skotunum sínum í kvöld. Njarðvík var síðan bara betra í að halda í leikplanið sitt.“ Adama var spurður að því hvað hans menn þyrftu að tala um á milli leikja og laga til að lenda ekki undir sópnum á þriðjudaginn. „Nú er að duga eða drepast. Við þurfum bara að vera einbeittir á að fylgja áætluninni. Við gerðum mistök í þeim efnum í kvöld því skotin voru ekki að detta þannig að við komumst ekki á skrið. Þetta er í raun og veru planið, við þurfum að fylgja því betur en í kvöld.“ Hann var spurður að því hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því skotin væru ekki að detta. Var um að ræða streituna sem fylgir því að spila í úrslitakeppninni? „Þetta var bara spennuþrunginn leikur. Svona er það stundum. Maður þarf svo að gera aðra hluti í leiknum. Þetta snýst ekki bara um að skora fjandans körfurnar. Við þurfum að berjast og vera líkamlegir og láta finna fyrir okkur og vera klókir. Í dag voru Njarðvíkingar betri í þeim efnum.“ Leikurinn var hart leikinn og dómararnir leyfðu ýmislegt og fór það í taugarnar á ýmsum. Carl Allan Lindbom var t.a.m. vísað úr húsi eftir tvær tæknivillur. Adama var spurður út í dómgæslunar. „Ég ætla ekki að tjá mig um dómgæsluna. Þeir voru að sinna sinni vinnu. Hvað sem þeir gera þá getur þú ekki breytt því sem að gerist. Þetta er úrslitakeppnin og maður verður að sjálfsögðu pirraður út í einhverja dóma en í lok dagsins þá eru þetta bara dómararnir og þeir hafa einhverjar ástæður fyrir dómunum sínum.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR UMF Njarðvík
Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru Njarðvíkingar sem náðu undirtökunum í leiknum strax í fyrsta leikhlutal Þeir komust fljótlega sex stigum yfir en KR náði að komast yfir áður en gestirnir jöfnuðu metin í 16-16 þegar um fjórar mínútur lifðu af fyrsta leikhluta. Þá komust Njarðvíkingar á 6-0 sprett, sem var með þeim stærri í kvöld, sem kom þeim í forskotið sem var í lok fyrsta leikhluta sem endaði 18-24. Annar leikhluti mun hvorki fara í kennslubækur um sóknarleik né sögubækurnar. Bæði lið stigu jú upp ákafann í varnarleik sínum en sóknarleikurinn var nánast enginn til að tala um. Maður hafði samt á tilfinningunni að það gengi verr hjá heimamönnum og að Njarðvíkingar ættu að leiða með meiru en en raunin var þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 29-37. Leikhlutinn endaði 11-13 fyrir gestina og eins og sjá má var hittnin ekki sérstök en heimamenn voru með 29% skotnýtingu á móti 44% skotnýtingu Njarðvíkinga. Gestirnir voru þó með færri skot og þess vegna var stigaskorið ekki hærra. Sagan var svipuð í þriðja leikhluta, það er að segja varðandi lága stigaskorið. Aftur fannst manni gestirnir hafa undirtökin og þegar KR náði ða draga þá nær þá svöruðu Njarðvíkingar í sömu mynt og héldu KR fimm til átta stigum frá sér. KR náði þó að draga andstæðinga sína niður í tveggja stiga forskot en aftur svaraði Njarðvík með litlu áhlaupi og luku þriðja leikhluta með sex stiga forskot 47-53. Maður fann hvernig það var mikið undir í fjórða leikhluta en ekki náðu liðin að sprengja leikinn upp sóknarlega. Það var mikill barningur og áköf vörn leikin. Dómararnir leyfðu ýmislegt og fór það í taugarnar á öllum því ekki hallaði á annað liðið. Lindbom lét þetta fara mest í taugarnar á sér en honum var vísað af velli með tvær tæknivillur. Um miðbik fjórða leikhluta voru KR-ingar fjórum stigum á eftir Njarðvík og eftir nokkrar glæsikörfur þá virtist stemmningin með þeim en það vantaðir herslumuninn upp á að draga Njarðvíkinga alveg til sín. Njarðvíkingar komust oftar á vítalínuna í lok leiksins og skoraði iðulega og þegar mest á reyndi þá skoraði Deidrick Basile mikilvægar körfur. Staðan var 61-70 þegar ein mínúta var eftir af leiknum en það var sama hvað KR reyndi allt kom fyrir ekki. Njarðvíkingar sigldu sigrinum heim og eru einum leik frá því að sópa KR í sumarfrí. Dedrick Deon Basile átti virkilega góðan leik í kvöld og var örlagavaldur í lok hans.Hulda Margrét Afhverju vann Njarðvík Njarðvíkingar gerðu nóg á báðum endum vallarins í kvöld. Þeir skoruðu stig þegar á þurfti að halda í lok leiksins og líka til að slökkva neistann sem var við það að myndast hjá KR þegar þeir reyndu að draga Njarðvíkinga nær sér. Hvað gekk illa? KR gekk verr að skora í kvöld. Þeir hittu ekki nema úr 32% skota sinna og 70% víta sinna. Njarðvíkingar voru þó með 41% hittni og 84% vítanýtingu. Í leikjum sem eru jafnir þá skipta þessir hlutir máli. Bestir á vellinum? Dedrick Deon Basile var bæði stiga- og framlagshæstur í kvöld. Basile skoraði 25 stig, gaf sjö stoðsendingar og stal tveimur boltum. Þetta skilaði Basile 32 framlagspunktum. Hjá heimamönnum var Þorvaldur Orri Árnason stigahæstur með 15 stig. Hvað næst? KR-ingar þurfa heldur betur að bíta í skjaldarrendur en þeir eru einum leik frá því að vera sendir í sumarfrí. Það gæti gerst í Ljónagryfjunni í Njarðvík á þriðjudaginn næsta. Njarðvíkingar þurfa að halda upp taktinum sínum í vörninni og ef þeir bæta í sóknina sína þá geta þeir fengið pásu á milli umferða. Adama Darboe reyndi hvað hann gat en náði ekki að draga sína menn nógu langtHulda Margrét Adama Darboe: Þetta snýst ekki bara um að skora fjandans körfurnar Leikstjórnandi KR, Adama Darboe, var að vonum svekktur með úrslit sinna manna í kvöld. Kappinn skoraði 12 stig og gaf átta stoðsendingar í kvöld. Það dugði lítið því varnarleikur liðanna var ákaflega leikinn í kvöld. Hann var spurður að því hvað KR hafði getað gert betur í kvöld. „Mjög spennuþrunginn leikur og ákafur. Lágt skorað allan leikinn þar sem bæði lið voru að klikka á skotunum sínum í kvöld. Njarðvík var síðan bara betra í að halda í leikplanið sitt.“ Adama var spurður að því hvað hans menn þyrftu að tala um á milli leikja og laga til að lenda ekki undir sópnum á þriðjudaginn. „Nú er að duga eða drepast. Við þurfum bara að vera einbeittir á að fylgja áætluninni. Við gerðum mistök í þeim efnum í kvöld því skotin voru ekki að detta þannig að við komumst ekki á skrið. Þetta er í raun og veru planið, við þurfum að fylgja því betur en í kvöld.“ Hann var spurður að því hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því skotin væru ekki að detta. Var um að ræða streituna sem fylgir því að spila í úrslitakeppninni? „Þetta var bara spennuþrunginn leikur. Svona er það stundum. Maður þarf svo að gera aðra hluti í leiknum. Þetta snýst ekki bara um að skora fjandans körfurnar. Við þurfum að berjast og vera líkamlegir og láta finna fyrir okkur og vera klókir. Í dag voru Njarðvíkingar betri í þeim efnum.“ Leikurinn var hart leikinn og dómararnir leyfðu ýmislegt og fór það í taugarnar á ýmsum. Carl Allan Lindbom var t.a.m. vísað úr húsi eftir tvær tæknivillur. Adama var spurður út í dómgæslunar. „Ég ætla ekki að tjá mig um dómgæsluna. Þeir voru að sinna sinni vinnu. Hvað sem þeir gera þá getur þú ekki breytt því sem að gerist. Þetta er úrslitakeppnin og maður verður að sjálfsögðu pirraður út í einhverja dóma en í lok dagsins þá eru þetta bara dómararnir og þeir hafa einhverjar ástæður fyrir dómunum sínum.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti