Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum.
Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA
— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022
Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun.

Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook.
„Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni.
„Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“