Tinna birti mynd af parinu saman á samfélagsmiðli sínum og staðfesti Villi ástina í samtali við Smartland en DV sagði fyrst frá. Tinna virðist vera að taka sín fyrstu skref í fatahönnun undir merkinu TÝR ásamt því að sjá um samfélagsmiðla fyrir Adam og Evu.
Óhætt er að segja að Villi sé einn vinsælasti grínisti landsins um þessar mundir. Hann er á meðal þeirra sem hafa skellt sér í ævintýri með Alex from Iceland, í samnefndum sjónvarpsþáttum á Stöð 2.