Danska landsliðskonan harðlega gagnrýnd fyrir að gerast sendiherra HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Nadia Nadim spilar nú með Racing Louisville FC í Bandaríkjunum. Getty/Amy Kontras Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim er nýr sendiherra fyrir heimsmeistaramót karla í Katar og það hefur ekki farið vel í marga. Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim)
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira