Ögrar staðalmyndum um kynþokka með einstöku fatavali á meðgöngunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. apríl 2022 07:00 Tónlistarkonan Rihanna fer ótroðnar slóðir í fatavali sínu á meðgöngunni. Tónlistarkonan og töffarinn Rihanna lætur óléttukúluna ekki stoppa sig þegar kemur að djörfu og glæsilegu fatavali á meðgöngunni. Rihanna gengur með sitt fyrsta barn og segist hún um leið reyna að ögra staðalmyndum um kynþokka. Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira
Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people)
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira