„Greinilega persónulegur pirringur“ Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 09:15 Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar. Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57