Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. apríl 2022 21:15 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann. Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann.
Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira