Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 11:57 Dagur kynnti áform borgarinnar í Ráðhúsinu í morgun. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð. Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur. Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur.
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira