Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag og hafnaði í riðli með Eistlandi, Ísrael og Tékklandi. Alls eru átta riðlar, en undankeppnin hefst í október.
Ásamt Íslendingum voru Norðmenn, Frakkar, Króatar, Slóvenar, Ungverjar, Portúgalar og Austurríkismenn í efsta styrkleikaflokki.
Gestgjafar Þýskalands og þrjú efstu liðin frá því á EM í janúar; Svíþjóð, Spánn og Danmörk, hafa þegar tryggt sér sæti á EM.
Drátturinn í heild sinni
Riðill 1: Lúxemborg, Tyrkland, Norður-Makedónía og Portúgal
Riðill 2: Finnland, Slóvakía, Serbía og Noregur
Riðill 3: Eistland, Ísrael, Tékkland og Ísland
Riðill 4: Færeyjar, Rúmenía og Úkraína
Riðill 5: Belgía, Grikkland, Holland og Króatía
Riðill 6: Georgía, Litáen, Sviss og Ungverjaland
Riðill 7: Kósovó, Bosnía, Svartfjallaland og Slóvenía
Riðill 8: Ítalía, Lettland, Pólland og Frakkland