Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Keflavík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn Andri Már Eggertsson skrifar 31. mars 2022 22:13 Njarðvík vonast til að fagna deildarmeistaratitli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla. Eins og segir í laginu: „Vertu til er vorið kallar á þig.“ Átti svo sannarlega vel við fyrir nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur í 22. umferð Subway-deildar karla. Með sigri gat Njarðvík orðið deildarmeistari. Keflavík gat hins vegar endað í 3. sæti með sigri en með tapi og að önnur úrslit yrðu Keflvíkingum í óhag gat liðið endaði í 5. sæti. Njarðvík átti frumkvæðið í leiknum og komst 9-1 yfir eftir tæplega tvær mínútur. Keflavík var í vandræðum sóknarlega til að byrja með og tók það gestina tæplega þrjár og hálfa mínútu að skora í opnum leik en þá vöknuðu gestirnir og jöfnuðu leikinn 9-9. Hörður Axel Vilhjálmsson varð stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar þegar hann gaf sína fyrstu stoðsendingu gegn Njarðvík. Hörður endaði á að gefa níu stoðsendingar í leiknum og hefur hann alls gefið 1495 stoðsendingar. Fyrsti fjórðungur var frábær skemmtun þar sem bæði lið skiptust á að taka forystuna en í stöðunni 19-19 gerði Njarðvík sex stig í röð og eftir tíu mínútna leik voru heimamenn fjórum stigum yfir 25-21. Njarðvík byrjaði 2. leikhluta með trukki og dýfu sem gerði Keflavík erfitt fyrir. Eftir tæplega fjórtán mínútna leik var Njarðvík þrettán stigum yfir 45-32 og þá tók Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé. Keflavík tókst aðeins að draga úr orku miklum Njarðvíkingum undir lok fyrri hálfleiks og gerði Keflavík síðustu sjö stigin í fyrri hálfleik. Njarðvík var sjö stigum yfir í hálfleik 50-43. Það var jafnræði með liðunum í þriðja leikhluta. Njarðvík var þó alltaf skrefinu á undan og tókst Keflavík aldrei að stöðva sóknarleik Njarðvíkur sem skoraði nánast í hverri sókn þegar Keflavík setti stig á töfluna. Um miðjan þriðja leikhluta kom skemmtilegur kafli þar sem Fotios Lampropoulos og Dominykas Milka virtust vera að spila einn á einn þar sem þeir skiptust á körfum. Keflavík endaði á að gera síðustu tvær körfunnar í þriðja leikhluta og var staðan 72-67 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var í járnum og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins fimm stig. Keflvíkingar voru sjálfum sér verstir á lokamínútunum. Í stöðunni 87-83 þegar tæplega mínúta var eftir fékk Mustapha Heron dæmda á sig klaufalega sóknarvillu og Njarðvík svaraði með þristi og þá var þetta búið spil fyrir gestina. Njarðvík vann á endanum fimm stiga sigur 98-93. Af hverju vann Njarðvík? Það munaði ekki miklu á liðunum en Keflvíkingar voru sjálfum sér verstir á lokasprettinum. Hægt er að telja upp tæknivillu sem Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fékk fyrir mótmæli, Darius Tarvydas klikkaði á tveimur vítum á ögurstundu og Mustapha Heron fékk dæmda á sig sóknarvillu fyrir klaufalegt brot. Öll þessi atvik reyndust ansi dýr þegar talið var upp úr pokanum. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Deon Basile var stigahæstur hjá Njarðvík með 25 stig, hann tók einnig 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Fotios Lampropoulos var einnig öflugur fyrir heimamenn en hann gerði 23 stig og tók 9 fráköst. Hvað gekk illa? Keflavík endaði með 66 prósent vítanýtingu sem er langt frá því að vera viðunandi. Keflavík hitti úr 14 af 21 vítaskoti. Keflavík tapaði 14 boltum sem var fjórum boltum meira en Njarðvík. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin er næst á dagskrá þar sem Njarðvík fær KR í heimsókn. Keflavík fer á Sauðárkrók og mætir Tindastóli. Hörður Axel um að verða stoðsendingahæstur í sögunni: Mestu liðsverðlaun sem hægt er að fá Hörður Axel gaf 9 stoðsendingar í kvöldVísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var afar svekktur með úrslitin og vildi lítið klappa sér á bakið fyrir að verða stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla. „Mér fannst eitt skot til eða frá skilja á milli í þessum leik, Njarðvík hitti úr mikilvægum skotum og við misstum þá frá okkur. Mér fannst við fara full mikið út úr sóknunum okkar á mikilvægum augnablikum sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Hörður Axel eftir leik í samtali við Vísi. Hörður var svekktur með að hafa aldrei náð að komast yfir í leiknum og hrósaði Njarðvík fyrir vel spilaðan leik. „Við náðum aldrei að jafna og komast yfir, það hefði breytt leiknum. Njarðvík spilaði vel og vonandi fáum við tækifæri á að mæta þeim í úrslitakeppninni.“ Hörður Axel skráði sig á spjöld sögunnar í kvöld þar sem hann varð stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla. „Ég mun skoða það eftir ferilinn minn. Auðvitað er það afrek og viðurkenning sem er mitt afrek og liðsfélaganna minna. Þetta eru mestu liðsverðlaun sem maður getur fengið og er ég sáttur með það.“ Úrslitakeppnin er næst á dagskrá þar sem Keflavík missti af heimavallarréttinum og mætir Tindastóli á Sauðárkróki. „Við vildum vera ofar í töflunni og enda með heimavallarrétt. Við höfum verið öflugir á heimavelli síðustu ár en svona er þetta og verðum við að taka þeim spilum sem við höfum spilað úr á tímabilinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla. Eins og segir í laginu: „Vertu til er vorið kallar á þig.“ Átti svo sannarlega vel við fyrir nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur í 22. umferð Subway-deildar karla. Með sigri gat Njarðvík orðið deildarmeistari. Keflavík gat hins vegar endað í 3. sæti með sigri en með tapi og að önnur úrslit yrðu Keflvíkingum í óhag gat liðið endaði í 5. sæti. Njarðvík átti frumkvæðið í leiknum og komst 9-1 yfir eftir tæplega tvær mínútur. Keflavík var í vandræðum sóknarlega til að byrja með og tók það gestina tæplega þrjár og hálfa mínútu að skora í opnum leik en þá vöknuðu gestirnir og jöfnuðu leikinn 9-9. Hörður Axel Vilhjálmsson varð stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar þegar hann gaf sína fyrstu stoðsendingu gegn Njarðvík. Hörður endaði á að gefa níu stoðsendingar í leiknum og hefur hann alls gefið 1495 stoðsendingar. Fyrsti fjórðungur var frábær skemmtun þar sem bæði lið skiptust á að taka forystuna en í stöðunni 19-19 gerði Njarðvík sex stig í röð og eftir tíu mínútna leik voru heimamenn fjórum stigum yfir 25-21. Njarðvík byrjaði 2. leikhluta með trukki og dýfu sem gerði Keflavík erfitt fyrir. Eftir tæplega fjórtán mínútna leik var Njarðvík þrettán stigum yfir 45-32 og þá tók Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé. Keflavík tókst aðeins að draga úr orku miklum Njarðvíkingum undir lok fyrri hálfleiks og gerði Keflavík síðustu sjö stigin í fyrri hálfleik. Njarðvík var sjö stigum yfir í hálfleik 50-43. Það var jafnræði með liðunum í þriðja leikhluta. Njarðvík var þó alltaf skrefinu á undan og tókst Keflavík aldrei að stöðva sóknarleik Njarðvíkur sem skoraði nánast í hverri sókn þegar Keflavík setti stig á töfluna. Um miðjan þriðja leikhluta kom skemmtilegur kafli þar sem Fotios Lampropoulos og Dominykas Milka virtust vera að spila einn á einn þar sem þeir skiptust á körfum. Keflavík endaði á að gera síðustu tvær körfunnar í þriðja leikhluta og var staðan 72-67 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var í járnum og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins fimm stig. Keflvíkingar voru sjálfum sér verstir á lokamínútunum. Í stöðunni 87-83 þegar tæplega mínúta var eftir fékk Mustapha Heron dæmda á sig klaufalega sóknarvillu og Njarðvík svaraði með þristi og þá var þetta búið spil fyrir gestina. Njarðvík vann á endanum fimm stiga sigur 98-93. Af hverju vann Njarðvík? Það munaði ekki miklu á liðunum en Keflvíkingar voru sjálfum sér verstir á lokasprettinum. Hægt er að telja upp tæknivillu sem Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fékk fyrir mótmæli, Darius Tarvydas klikkaði á tveimur vítum á ögurstundu og Mustapha Heron fékk dæmda á sig sóknarvillu fyrir klaufalegt brot. Öll þessi atvik reyndust ansi dýr þegar talið var upp úr pokanum. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Deon Basile var stigahæstur hjá Njarðvík með 25 stig, hann tók einnig 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Fotios Lampropoulos var einnig öflugur fyrir heimamenn en hann gerði 23 stig og tók 9 fráköst. Hvað gekk illa? Keflavík endaði með 66 prósent vítanýtingu sem er langt frá því að vera viðunandi. Keflavík hitti úr 14 af 21 vítaskoti. Keflavík tapaði 14 boltum sem var fjórum boltum meira en Njarðvík. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin er næst á dagskrá þar sem Njarðvík fær KR í heimsókn. Keflavík fer á Sauðárkrók og mætir Tindastóli. Hörður Axel um að verða stoðsendingahæstur í sögunni: Mestu liðsverðlaun sem hægt er að fá Hörður Axel gaf 9 stoðsendingar í kvöldVísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var afar svekktur með úrslitin og vildi lítið klappa sér á bakið fyrir að verða stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla. „Mér fannst eitt skot til eða frá skilja á milli í þessum leik, Njarðvík hitti úr mikilvægum skotum og við misstum þá frá okkur. Mér fannst við fara full mikið út úr sóknunum okkar á mikilvægum augnablikum sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Hörður Axel eftir leik í samtali við Vísi. Hörður var svekktur með að hafa aldrei náð að komast yfir í leiknum og hrósaði Njarðvík fyrir vel spilaðan leik. „Við náðum aldrei að jafna og komast yfir, það hefði breytt leiknum. Njarðvík spilaði vel og vonandi fáum við tækifæri á að mæta þeim í úrslitakeppninni.“ Hörður Axel skráði sig á spjöld sögunnar í kvöld þar sem hann varð stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla. „Ég mun skoða það eftir ferilinn minn. Auðvitað er það afrek og viðurkenning sem er mitt afrek og liðsfélaganna minna. Þetta eru mestu liðsverðlaun sem maður getur fengið og er ég sáttur með það.“ Úrslitakeppnin er næst á dagskrá þar sem Keflavík missti af heimavallarréttinum og mætir Tindastóli á Sauðárkróki. „Við vildum vera ofar í töflunni og enda með heimavallarrétt. Við höfum verið öflugir á heimavelli síðustu ár en svona er þetta og verðum við að taka þeim spilum sem við höfum spilað úr á tímabilinu
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti