Fréttamaður spreytti sig á prófinu sem krakkar vilja losna við Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. mars 2022 07:00 Sannarlega skiptar skoðanir um píptestin. vísir Krökkum í Hagaskóla finnst hundleiðinlegt í píptesti og vilja leggja prófið niður. Íþróttafræðingur sem flutti þekkingu um prófið til landsins segir prófið góða og gilda leið til að meta þol barna. Hún spyr hvort leggja ætti stærðfræðipróf niður því mörgum líði illa í þeim. Píptest er aðferð við að prófa þol sem var tekin upp í grunnskólum landsins fyrir um fjórum áratugum síðan. Við litum við í Hagaskóla fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær, spjölluðum um píptest við krakkana og tókum sjálf prófið til að sjá hvernig það færi í okkur. Klippa: Skiptar skoðanir um umdeilt þolpróf Það var Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, sem kynnti prófið hér á landi á níunda áratugnum eftir að hafa kynnst því úti. „Við æfum þol í gegn um leiki og íþróttir en svo prófum við það með píptesti sem er tekið þá einu sinni eða tvisvar á ári. Það er eins og sumir haldi að það sé píptest allan daginn í skólaíþróttum. Það er það alls ekki. Það er bara gert til þess að meta hvernig líkamsástand barna er,“ segir Þórdís Lilja í samtali við fréttastofu. Þórdís kynnti píptest-aðferðina hér á landi á níunda áratugnum.vísir/einar Eðlilegt að kvíða líkamlegu erfiði Píptest hefur verið á milli tannanna á mörgum eftir að umboðsmaður barna sendi bréf á mennta- og menningarmálaráðuneytið í síðustu viku. Þar lagði hann til að hætt yrði að nota prófið í grunnskólum landsins vegna þess að umboðsmanninum hafi borist ábendingar um að mörg börn upplifðu vanlíðan og kvíða fyrir prófinu og á meðan það væri í gangi. „Samkvæmt ábendingum sem umboðsmanni hafa borist eru dæmi um að börn hafi ofreynt sig í ákafa sínum um að reyna að standa sig vel í prófinu og þá upplifa mörg börn vanlíðan og kvíða fyrir prófinu og á meðan á framkvæmd þeirra stendur“ segir meðal annars í bréfinu. „Það er bara eðlileg líðan. Við verðum að horfa á að það að kvíða fyrir einhverju sem er líkamlega erfitt er eðlilegt og það er bara gott eins og þegar þú ert búinn að til dæmis taka píptestið þá líður þér bara vel. Þú hefur sigrast á einhverju og þér líður vel á eftir,“ segir Þórdís Lilja. „Það finnst engum þetta gaman“ Píptest er ekki haldið í öllum skólum en Hagaskóli er einn þeirra sem að heldur í hefðina. Við litum við í Hagaskóla í gær og náðum tali af krökkunum í tíunda bekk. Finnst krökkum þetta almennt ekki skemmtilegt? „Nei, það er sagt: Það er píptest og allir bara oh nei,“ segir Hlynur Freysson. Mynduð þið vilja banna það? „Já, sleppa því svona helst,“ segir vinur hans Skarphéðinn Friðriksson og Hlynur tekur undir. Skarphéðinn og Hlynur segjast miklir íþróttaiðkendur en eru ekki mjög hrifnir af prófinu.vísir/einar Tveir aðrir tíundubekkingar sem við rekumst á eru sammála: „Það finnst engum þetta gaman,“ segir Róbert Frímann Stefánsson Spanó. „Þetta er svoldið mikill svona „mood killer“ að vita að það séu íþróttir og síðan bara að frétta að það sé píptest. Það er ekki mjög skemmtilegt,“ segir vinnur hans Tristan Alex Tryggvason. „Það reyna allir að fá leyfi og svona. Það nennir enginn að fara í þetta,“ ítrekar Róbert. Róbert og Tristan eru mjög góðir í píptesti en finnst það þó hundleiðinlegt. Þeir þekkja dæmi þess að nemendur reyni að fá leyfi úr skóla daginn sem prófið er haldið. Nýkomnar úr píptesti Nei strákarnir eru ekki ýkja hrifnir af píptestinu en það er einmitt verið að taka píptest í skólanum þessa vikuna. Við rákumst á nokkrar stelpur sem voru nýkomnar úr íþróttatíma. Emblu Guðlaugu Jónasdóttur gekk ágætlega í prófinu að eigin sögn. Hún hefur ekkert á móti píptesti. „Mér finnst þetta allt í lagi. Ég hef ekkert á móti því þannig séð,“ segir hún en kveðst þó skilja þá sem vilja láta leggja það niður. Emblu finnst ekkert mál að taka píptest og hefur ekkert á móti því. „Mér finnst píptest ekkert skemmtilegt. Það væri alveg ágætt að fá að sleppa við þau. Og fyrir þá sem gengur ógeðslega illa í því og eru kannski ekki með nógu gott þol - þetta er kannski leiðinlegt fyrir þau. En ég veit það ekki...“ segir hún. Vinkonunum Freyju Bóel Guðjónsdóttur og Álfheiði Sigurðardóttur gekk ágætlega í píptestinu. „Þetta var ekkert svaka skemmtilegt,“ segir Freyja. „Frekar erfitt sko,“ segir Álfheiður. Vilja aðrar aðferðir Þær eru ekki sérstakir aðdáendur prófsins. Finnst ykkur ekki að þurfi að prófa þol hjá krökkum? Álfheiður og Freyja eru mjög á móti píptestinu.vísir/einar „Jú, það er allt í lagi en ég held að þetta sé bara ekki leiðin,“ segir Freyja. „Það er hægt að gera eitthvað annað í staðinn,“ tekur Álfheiður undir. Samkvæmt íþróttafræðingnum er píptest þó góð og gild leið til að prófa þol. Aðferð sem notuð er af sérfræðingum um heim allan. „Þetta er náttúrulega próf sem við erum búin að nýta hérna í 40 ár og það hefur ekkert valdið neinum skaða. Þannig ég held það sé mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er svo margt í skólakerfinu sem veldur kvíða. Fyrir sumum er stærðfræði til dæmis rosalega kvíðvænleg,“ segir Þórdís Lilja. Grunnskólar Heilsa Íþróttir barna Tengdar fréttir Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. 25. mars 2022 18:17 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Píptest er aðferð við að prófa þol sem var tekin upp í grunnskólum landsins fyrir um fjórum áratugum síðan. Við litum við í Hagaskóla fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær, spjölluðum um píptest við krakkana og tókum sjálf prófið til að sjá hvernig það færi í okkur. Klippa: Skiptar skoðanir um umdeilt þolpróf Það var Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, sem kynnti prófið hér á landi á níunda áratugnum eftir að hafa kynnst því úti. „Við æfum þol í gegn um leiki og íþróttir en svo prófum við það með píptesti sem er tekið þá einu sinni eða tvisvar á ári. Það er eins og sumir haldi að það sé píptest allan daginn í skólaíþróttum. Það er það alls ekki. Það er bara gert til þess að meta hvernig líkamsástand barna er,“ segir Þórdís Lilja í samtali við fréttastofu. Þórdís kynnti píptest-aðferðina hér á landi á níunda áratugnum.vísir/einar Eðlilegt að kvíða líkamlegu erfiði Píptest hefur verið á milli tannanna á mörgum eftir að umboðsmaður barna sendi bréf á mennta- og menningarmálaráðuneytið í síðustu viku. Þar lagði hann til að hætt yrði að nota prófið í grunnskólum landsins vegna þess að umboðsmanninum hafi borist ábendingar um að mörg börn upplifðu vanlíðan og kvíða fyrir prófinu og á meðan það væri í gangi. „Samkvæmt ábendingum sem umboðsmanni hafa borist eru dæmi um að börn hafi ofreynt sig í ákafa sínum um að reyna að standa sig vel í prófinu og þá upplifa mörg börn vanlíðan og kvíða fyrir prófinu og á meðan á framkvæmd þeirra stendur“ segir meðal annars í bréfinu. „Það er bara eðlileg líðan. Við verðum að horfa á að það að kvíða fyrir einhverju sem er líkamlega erfitt er eðlilegt og það er bara gott eins og þegar þú ert búinn að til dæmis taka píptestið þá líður þér bara vel. Þú hefur sigrast á einhverju og þér líður vel á eftir,“ segir Þórdís Lilja. „Það finnst engum þetta gaman“ Píptest er ekki haldið í öllum skólum en Hagaskóli er einn þeirra sem að heldur í hefðina. Við litum við í Hagaskóla í gær og náðum tali af krökkunum í tíunda bekk. Finnst krökkum þetta almennt ekki skemmtilegt? „Nei, það er sagt: Það er píptest og allir bara oh nei,“ segir Hlynur Freysson. Mynduð þið vilja banna það? „Já, sleppa því svona helst,“ segir vinur hans Skarphéðinn Friðriksson og Hlynur tekur undir. Skarphéðinn og Hlynur segjast miklir íþróttaiðkendur en eru ekki mjög hrifnir af prófinu.vísir/einar Tveir aðrir tíundubekkingar sem við rekumst á eru sammála: „Það finnst engum þetta gaman,“ segir Róbert Frímann Stefánsson Spanó. „Þetta er svoldið mikill svona „mood killer“ að vita að það séu íþróttir og síðan bara að frétta að það sé píptest. Það er ekki mjög skemmtilegt,“ segir vinnur hans Tristan Alex Tryggvason. „Það reyna allir að fá leyfi og svona. Það nennir enginn að fara í þetta,“ ítrekar Róbert. Róbert og Tristan eru mjög góðir í píptesti en finnst það þó hundleiðinlegt. Þeir þekkja dæmi þess að nemendur reyni að fá leyfi úr skóla daginn sem prófið er haldið. Nýkomnar úr píptesti Nei strákarnir eru ekki ýkja hrifnir af píptestinu en það er einmitt verið að taka píptest í skólanum þessa vikuna. Við rákumst á nokkrar stelpur sem voru nýkomnar úr íþróttatíma. Emblu Guðlaugu Jónasdóttur gekk ágætlega í prófinu að eigin sögn. Hún hefur ekkert á móti píptesti. „Mér finnst þetta allt í lagi. Ég hef ekkert á móti því þannig séð,“ segir hún en kveðst þó skilja þá sem vilja láta leggja það niður. Emblu finnst ekkert mál að taka píptest og hefur ekkert á móti því. „Mér finnst píptest ekkert skemmtilegt. Það væri alveg ágætt að fá að sleppa við þau. Og fyrir þá sem gengur ógeðslega illa í því og eru kannski ekki með nógu gott þol - þetta er kannski leiðinlegt fyrir þau. En ég veit það ekki...“ segir hún. Vinkonunum Freyju Bóel Guðjónsdóttur og Álfheiði Sigurðardóttur gekk ágætlega í píptestinu. „Þetta var ekkert svaka skemmtilegt,“ segir Freyja. „Frekar erfitt sko,“ segir Álfheiður. Vilja aðrar aðferðir Þær eru ekki sérstakir aðdáendur prófsins. Finnst ykkur ekki að þurfi að prófa þol hjá krökkum? Álfheiður og Freyja eru mjög á móti píptestinu.vísir/einar „Jú, það er allt í lagi en ég held að þetta sé bara ekki leiðin,“ segir Freyja. „Það er hægt að gera eitthvað annað í staðinn,“ tekur Álfheiður undir. Samkvæmt íþróttafræðingnum er píptest þó góð og gild leið til að prófa þol. Aðferð sem notuð er af sérfræðingum um heim allan. „Þetta er náttúrulega próf sem við erum búin að nýta hérna í 40 ár og það hefur ekkert valdið neinum skaða. Þannig ég held það sé mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er svo margt í skólakerfinu sem veldur kvíða. Fyrir sumum er stærðfræði til dæmis rosalega kvíðvænleg,“ segir Þórdís Lilja.
Grunnskólar Heilsa Íþróttir barna Tengdar fréttir Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. 25. mars 2022 18:17 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. 25. mars 2022 18:17