Þjóðarleikvangar og brostin loforð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. mars 2022 07:30 Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Nýr þjóðarleikvangur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ný þjóðarhöll Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar