Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:01 Anna Þorsteinsdóttir fyrir utan The Sushi Train í Tryggvagötu sem hún rekur ásamt bróður sínum. Framkvæmdirnar má sjá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg. Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“ Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira