Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 19:30 Hundrað hluthafar eiga um 88,88% í Íslandsbanka. Aðrir um 16.000 hluthafar eiga svo restina. Vísir Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57