Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir kallar eftir sértækum aðgerðum vegna hækkandi verðbólgu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hefur verðbólga ekki mælst meiri í yfir áratug og stendur í 6,7%. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert og óvissa er talin fram undan vegna átakanna í Úrkaínu að mati Hagstofunnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir sláandi að ekki sé brugðist við þessu í fjármálaáætlun. „Það er að segja það er ekki gripið til sértækra aðgerða fyrir þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessu, sem getur leitt af sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð þegar líður á tímabil fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún telur að beiti eigi barnabótakerfinu og vaxtabótum í auknum mæli. „Þetta getur verið lykilatriði fyrir sjálfbærni ríkissjóðs. Vegna þess að hættan er sú að ef verðbólgan fer af stað í haust með kjarasamningum, við fáum launahækkanir sem eru meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun, sem eru ekki miklar hækkanir - að þá muni forsendur áætlunarinnar bresta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur áætlunina ekki í samhengi við viðbúin áhrif átakanna. „Þessi þróun er held ég miklu ískyggilegri en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég nefni bara eitt dæmi; mér skilst að megnið af steypustyrktarjárni hafi verið flutt til landsins frá Hvíta-Rússlandi og sé að lokast fyrir það núna og gæti það haft gríðarleg áhrif á byggingamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og möguleika á að byggja. Og þar var nú vandi fyrir,“ segir Sigmundur og bætir við að ástandið kalli á viðbrögð á öllum sviðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir verðbólguna að miklu leyti heimatilbúinn vanda. „Ríkisstjórnin hefur farið í þensluhvetjandi aðgerðir og fyrir vikið hefur það aukið til dæmis greiðslubyrði almennings og ekki síst ungs fólks sem hefur verið að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þessu sé nú fram haldið. „Ég hefði viljað sjá aukið aðhald og meiri framtíðarsýn. Auðvitað byrjar ríkisstjórnin líka illa sjálf í útþenslu. Hún fjölgar ráðuneytum og eykur kostnað ríkisstjóð um tvo milljarða á kjörtímabilinu og fer í ýmsar aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem eru ekki beint uppbyggilegar fyrir ríkissjóð. Það og til viðbótar óvissan í kjarasamningum á komandi hausti - þetta er ekkert sérstök blanda,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hefur verðbólga ekki mælst meiri í yfir áratug og stendur í 6,7%. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert og óvissa er talin fram undan vegna átakanna í Úrkaínu að mati Hagstofunnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir sláandi að ekki sé brugðist við þessu í fjármálaáætlun. „Það er að segja það er ekki gripið til sértækra aðgerða fyrir þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessu, sem getur leitt af sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð þegar líður á tímabil fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún telur að beiti eigi barnabótakerfinu og vaxtabótum í auknum mæli. „Þetta getur verið lykilatriði fyrir sjálfbærni ríkissjóðs. Vegna þess að hættan er sú að ef verðbólgan fer af stað í haust með kjarasamningum, við fáum launahækkanir sem eru meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun, sem eru ekki miklar hækkanir - að þá muni forsendur áætlunarinnar bresta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur áætlunina ekki í samhengi við viðbúin áhrif átakanna. „Þessi þróun er held ég miklu ískyggilegri en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég nefni bara eitt dæmi; mér skilst að megnið af steypustyrktarjárni hafi verið flutt til landsins frá Hvíta-Rússlandi og sé að lokast fyrir það núna og gæti það haft gríðarleg áhrif á byggingamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og möguleika á að byggja. Og þar var nú vandi fyrir,“ segir Sigmundur og bætir við að ástandið kalli á viðbrögð á öllum sviðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir verðbólguna að miklu leyti heimatilbúinn vanda. „Ríkisstjórnin hefur farið í þensluhvetjandi aðgerðir og fyrir vikið hefur það aukið til dæmis greiðslubyrði almennings og ekki síst ungs fólks sem hefur verið að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þessu sé nú fram haldið. „Ég hefði viljað sjá aukið aðhald og meiri framtíðarsýn. Auðvitað byrjar ríkisstjórnin líka illa sjálf í útþenslu. Hún fjölgar ráðuneytum og eykur kostnað ríkisstjóð um tvo milljarða á kjörtímabilinu og fer í ýmsar aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem eru ekki beint uppbyggilegar fyrir ríkissjóð. Það og til viðbótar óvissan í kjarasamningum á komandi hausti - þetta er ekkert sérstök blanda,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26
Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45
Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33