Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir kallar eftir sértækum aðgerðum vegna hækkandi verðbólgu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hefur verðbólga ekki mælst meiri í yfir áratug og stendur í 6,7%. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert og óvissa er talin fram undan vegna átakanna í Úrkaínu að mati Hagstofunnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir sláandi að ekki sé brugðist við þessu í fjármálaáætlun. „Það er að segja það er ekki gripið til sértækra aðgerða fyrir þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessu, sem getur leitt af sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð þegar líður á tímabil fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún telur að beiti eigi barnabótakerfinu og vaxtabótum í auknum mæli. „Þetta getur verið lykilatriði fyrir sjálfbærni ríkissjóðs. Vegna þess að hættan er sú að ef verðbólgan fer af stað í haust með kjarasamningum, við fáum launahækkanir sem eru meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun, sem eru ekki miklar hækkanir - að þá muni forsendur áætlunarinnar bresta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur áætlunina ekki í samhengi við viðbúin áhrif átakanna. „Þessi þróun er held ég miklu ískyggilegri en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég nefni bara eitt dæmi; mér skilst að megnið af steypustyrktarjárni hafi verið flutt til landsins frá Hvíta-Rússlandi og sé að lokast fyrir það núna og gæti það haft gríðarleg áhrif á byggingamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og möguleika á að byggja. Og þar var nú vandi fyrir,“ segir Sigmundur og bætir við að ástandið kalli á viðbrögð á öllum sviðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir verðbólguna að miklu leyti heimatilbúinn vanda. „Ríkisstjórnin hefur farið í þensluhvetjandi aðgerðir og fyrir vikið hefur það aukið til dæmis greiðslubyrði almennings og ekki síst ungs fólks sem hefur verið að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þessu sé nú fram haldið. „Ég hefði viljað sjá aukið aðhald og meiri framtíðarsýn. Auðvitað byrjar ríkisstjórnin líka illa sjálf í útþenslu. Hún fjölgar ráðuneytum og eykur kostnað ríkisstjóð um tvo milljarða á kjörtímabilinu og fer í ýmsar aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem eru ekki beint uppbyggilegar fyrir ríkissjóð. Það og til viðbótar óvissan í kjarasamningum á komandi hausti - þetta er ekkert sérstök blanda,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hefur verðbólga ekki mælst meiri í yfir áratug og stendur í 6,7%. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert og óvissa er talin fram undan vegna átakanna í Úrkaínu að mati Hagstofunnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir sláandi að ekki sé brugðist við þessu í fjármálaáætlun. „Það er að segja það er ekki gripið til sértækra aðgerða fyrir þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessu, sem getur leitt af sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð þegar líður á tímabil fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún telur að beiti eigi barnabótakerfinu og vaxtabótum í auknum mæli. „Þetta getur verið lykilatriði fyrir sjálfbærni ríkissjóðs. Vegna þess að hættan er sú að ef verðbólgan fer af stað í haust með kjarasamningum, við fáum launahækkanir sem eru meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun, sem eru ekki miklar hækkanir - að þá muni forsendur áætlunarinnar bresta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur áætlunina ekki í samhengi við viðbúin áhrif átakanna. „Þessi þróun er held ég miklu ískyggilegri en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég nefni bara eitt dæmi; mér skilst að megnið af steypustyrktarjárni hafi verið flutt til landsins frá Hvíta-Rússlandi og sé að lokast fyrir það núna og gæti það haft gríðarleg áhrif á byggingamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og möguleika á að byggja. Og þar var nú vandi fyrir,“ segir Sigmundur og bætir við að ástandið kalli á viðbrögð á öllum sviðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir verðbólguna að miklu leyti heimatilbúinn vanda. „Ríkisstjórnin hefur farið í þensluhvetjandi aðgerðir og fyrir vikið hefur það aukið til dæmis greiðslubyrði almennings og ekki síst ungs fólks sem hefur verið að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þessu sé nú fram haldið. „Ég hefði viljað sjá aukið aðhald og meiri framtíðarsýn. Auðvitað byrjar ríkisstjórnin líka illa sjálf í útþenslu. Hún fjölgar ráðuneytum og eykur kostnað ríkisstjóð um tvo milljarða á kjörtímabilinu og fer í ýmsar aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem eru ekki beint uppbyggilegar fyrir ríkissjóð. Það og til viðbótar óvissan í kjarasamningum á komandi hausti - þetta er ekkert sérstök blanda,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26
Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45
Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33