Sparistellið hennar ömmu Pétur Helgi Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Alþingi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun