Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 08:31 Skiptar skoðanir voru á því hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið. Stöð 2 Sport Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira