Nokkrar fullyrðingar um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar 29. mars 2022 07:01 Síðustu vikur hefur umræða um fæðuöryggi fengi aukið rými í hvers konar samfélagsrýni. Hugtakið er alþjóðlegt og með því er átt við að allir hafi á hverjum tíma raunverulega, félagslegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat sem uppfyllir óskir þeirra um fæðuval og fæðuþarfir þeirra til að geta lifað virku og heilbrigðu lífi. Fæðuöryggi felur því ekki aðeins í sér að hafa aðgang að mat heldur líka að þeim mat sem neytandinn er vanur og að hafa efni á að kaupa hann. Þá styður framleiðsla matar í nærumhverfi neytenda almennt við önnur markmið stjórnvalda, s.s. í tengslum við loftlagsmarkmið stjórnvalda. Fæðuöryggi er því fremur flókið hugtak og margir þættir eru samverkandi. Hér verður vikið að nokkrum þáttum sem uppi eru í umræðum um málið og greinarhöfundur telur þurfa að varpa nánara ljósi á. Flutningakeðjur hafa raskast og kostnaður fer hækkandi Flutningar matvæla og aðfanga til matvælaframleiðslu eru mikilvægur hlekkur í fæðuöryggi. Fullyrðingar um að þeir séu óraskaðir eru í það minnsta afsláttur frá sannleikanum. Samkvæmt ítölsku vefsíðunni clal.it hefur flutningskostnaður á gám í heiminum hækkað um 119% frá því sem var fyrir einu ári og nemur nú $9.601 á 40 feta gám. Augljóst er að þetta hefur áhrif á flutningskostnað og þar af leiðandi verð á aðföngum til matvælaiðnaðar sem og matvælum. Auk þess liggur fyrir að hökt er komið í flutningskeðjur nú síðast m.a. vegna þess að mikið af gámum eru fastir í Rússlandi vegna viðskiptabannsins. Augljós eru einnig áhrif eldsneytisverðs á flutningskostnað. Hærra matvælaverð hefur sannarlega áhrif á fæðuöryggi fólks. Hækkun aðfangaverðs til landbúnaðar er staðreynd Sem betur fer er langt í land með að það verði beinlínis vöruskortur á Íslandi. Meðan COVID-19 geisaði sem ákafast kynntumst við því þó í fyrsta skipti um langt árabil að ekki væri hægt að ganga að því vísu að hægt væri að nálgast allt sem hugurinn girntist í verslunum. En það er ekki bara á Íslandi sem áhrifanna gætir. Bændur um víða veröld (þar með talið í Úkraínu, Rússlandi, Vestur Evrópu, Afríku eða hvar annars staðar sem er) horfast í augu við stórhækkaðan framleiðslukostnað. Sjái þessir bændur ekki fram á að tekjur þeirra hrökkvi fyrir útgjöldum mun framleiðsla dragast saman á heimsvísu. Það er því raunverulegt viðfangsefni þjóða heims og alþjóðastofnana að tryggja að viljinn til að framleiða (framboðslínur) verði tryggðar á næstu mánuðum. Áhrifin verða fyrst þar sem framleiðslukeðjur eru stuttar, breytilegur kostnaður hátt hlutfall framleiðslukostnaðar og svo þar sem auðvelt er að hefja framleiðslu á ný. Þetta á fyrst og fremst við hvers kyns ræktun en þau áhrif smitast fljótt yfir í búfjárrækt þar sem framleiðsla afurða frá alifuglum er með hvað stystan framleiðsluferil. Hefur fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta áhrif á fæðuöryggi? Framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda hefur verið tíðrætt um hve slæmt var að hverfa frá breyttu fyrirkomulagi útboðs á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá ESB sem giltu á árinu 2020, í ársbyrjun 2021. Staðreynd þess máls er sú að mun fleiri þættir en þessi eini hafa áhrif á það verð sem innflytjendur vilja greiða fyrir tollkvóta. Þar má nefna innkaupsverð, verð á sambærilegum vörum innanlands, gengi krónunnar að flutningskostnaði ótöldum og svo framvegis. Víðtækar ályktanir af breytingum á útboðsverði yfir ein áramót standast enga skoðun og eiga meira skylt við hentistefnu en fræðilega umfjöllun. Bakarar og bændur Verðhækkanir á heimsmarkaði teygja sig um allt þjóðfélagið í öllum heimshlutum. Sem dæmi má taka aðstæður í Egyptalandi. Í Bændablaðinu þann 24. mars sl. er sagt frá því að verð á dæmigerðum brauðhleif þar í landi, hafi þar hækkað úr 20 ísl.kr. (fyrir innrás Rússa í Úkraínu) í tæplega 85 ísl.kr. nú. Brauð er niðurgreitt af ríkinu í Egyptalandi. Engum dettur þó í hug að það feli í sér stuðning við egypska bakara. Hér er fæðuöryggi í fyrirrúmi, það að tryggja íbúum aðgang að nauðsynlegri fæðu á verði sem þeir ráða við. Stuðningur til bænda í því árferði sem nú er, hefur því ekkert með jafnræði að gera gagnvart öðrum í virðiskeðjunni eins og bakaríum eða niðursuðuverksmiðjum. Þvert á móti er honum ætlað að tryggja vilja þeirra til að taka þá áhættu að leggja fjármuni í framleiðslu sem gefur þeim ekki tekjur fyrir en eftir marga mánuði. Það er nefnilega áhætta fólgin í slíkri fjárbindingu. Hækkandi matvælaverð er staðreynd Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fylgist náið með þróun matvælaframboðs og matvælaverðs í heiminum. Eitt stærsta áhyggjuefnið þar er hvernig brauðfæða má þær milljónir í heiminum sem reiða sig á matvælaaðstoð. Hvaðan á aukið fjármagn til að standa undir auknum kostnaði hjálparstofnana, að koma? Í morgunþætti á Rásar 1 þann 28. mars sl. var helst að heyra á framkvæmdastjóra Samtaka atvinnurekenda að núverandi staða væri okkur lítið áhyggjuefni, við fengjum allar þær vörur sem við þurfum en jú hann játaði að það gæti verið að þær kostuðu meira. Sannleikurinn er hins vegar því miður sá að hækkað matarverð hefur áhrif á fæðuöryggi allra í heiminum. Við í ríkasta hluta heimsins þurfum að líkindum ekki að horfast í augu við skort en sama verður ekki sagt um stóra hópa kvenna sem víðast bera ábyrgð á að koma mat á borð fjölskyldna sinna sem og fjölskyldna þeirra víðs vegar í heiminum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um fæðuöryggi fengi aukið rými í hvers konar samfélagsrýni. Hugtakið er alþjóðlegt og með því er átt við að allir hafi á hverjum tíma raunverulega, félagslegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat sem uppfyllir óskir þeirra um fæðuval og fæðuþarfir þeirra til að geta lifað virku og heilbrigðu lífi. Fæðuöryggi felur því ekki aðeins í sér að hafa aðgang að mat heldur líka að þeim mat sem neytandinn er vanur og að hafa efni á að kaupa hann. Þá styður framleiðsla matar í nærumhverfi neytenda almennt við önnur markmið stjórnvalda, s.s. í tengslum við loftlagsmarkmið stjórnvalda. Fæðuöryggi er því fremur flókið hugtak og margir þættir eru samverkandi. Hér verður vikið að nokkrum þáttum sem uppi eru í umræðum um málið og greinarhöfundur telur þurfa að varpa nánara ljósi á. Flutningakeðjur hafa raskast og kostnaður fer hækkandi Flutningar matvæla og aðfanga til matvælaframleiðslu eru mikilvægur hlekkur í fæðuöryggi. Fullyrðingar um að þeir séu óraskaðir eru í það minnsta afsláttur frá sannleikanum. Samkvæmt ítölsku vefsíðunni clal.it hefur flutningskostnaður á gám í heiminum hækkað um 119% frá því sem var fyrir einu ári og nemur nú $9.601 á 40 feta gám. Augljóst er að þetta hefur áhrif á flutningskostnað og þar af leiðandi verð á aðföngum til matvælaiðnaðar sem og matvælum. Auk þess liggur fyrir að hökt er komið í flutningskeðjur nú síðast m.a. vegna þess að mikið af gámum eru fastir í Rússlandi vegna viðskiptabannsins. Augljós eru einnig áhrif eldsneytisverðs á flutningskostnað. Hærra matvælaverð hefur sannarlega áhrif á fæðuöryggi fólks. Hækkun aðfangaverðs til landbúnaðar er staðreynd Sem betur fer er langt í land með að það verði beinlínis vöruskortur á Íslandi. Meðan COVID-19 geisaði sem ákafast kynntumst við því þó í fyrsta skipti um langt árabil að ekki væri hægt að ganga að því vísu að hægt væri að nálgast allt sem hugurinn girntist í verslunum. En það er ekki bara á Íslandi sem áhrifanna gætir. Bændur um víða veröld (þar með talið í Úkraínu, Rússlandi, Vestur Evrópu, Afríku eða hvar annars staðar sem er) horfast í augu við stórhækkaðan framleiðslukostnað. Sjái þessir bændur ekki fram á að tekjur þeirra hrökkvi fyrir útgjöldum mun framleiðsla dragast saman á heimsvísu. Það er því raunverulegt viðfangsefni þjóða heims og alþjóðastofnana að tryggja að viljinn til að framleiða (framboðslínur) verði tryggðar á næstu mánuðum. Áhrifin verða fyrst þar sem framleiðslukeðjur eru stuttar, breytilegur kostnaður hátt hlutfall framleiðslukostnaðar og svo þar sem auðvelt er að hefja framleiðslu á ný. Þetta á fyrst og fremst við hvers kyns ræktun en þau áhrif smitast fljótt yfir í búfjárrækt þar sem framleiðsla afurða frá alifuglum er með hvað stystan framleiðsluferil. Hefur fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta áhrif á fæðuöryggi? Framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda hefur verið tíðrætt um hve slæmt var að hverfa frá breyttu fyrirkomulagi útboðs á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá ESB sem giltu á árinu 2020, í ársbyrjun 2021. Staðreynd þess máls er sú að mun fleiri þættir en þessi eini hafa áhrif á það verð sem innflytjendur vilja greiða fyrir tollkvóta. Þar má nefna innkaupsverð, verð á sambærilegum vörum innanlands, gengi krónunnar að flutningskostnaði ótöldum og svo framvegis. Víðtækar ályktanir af breytingum á útboðsverði yfir ein áramót standast enga skoðun og eiga meira skylt við hentistefnu en fræðilega umfjöllun. Bakarar og bændur Verðhækkanir á heimsmarkaði teygja sig um allt þjóðfélagið í öllum heimshlutum. Sem dæmi má taka aðstæður í Egyptalandi. Í Bændablaðinu þann 24. mars sl. er sagt frá því að verð á dæmigerðum brauðhleif þar í landi, hafi þar hækkað úr 20 ísl.kr. (fyrir innrás Rússa í Úkraínu) í tæplega 85 ísl.kr. nú. Brauð er niðurgreitt af ríkinu í Egyptalandi. Engum dettur þó í hug að það feli í sér stuðning við egypska bakara. Hér er fæðuöryggi í fyrirrúmi, það að tryggja íbúum aðgang að nauðsynlegri fæðu á verði sem þeir ráða við. Stuðningur til bænda í því árferði sem nú er, hefur því ekkert með jafnræði að gera gagnvart öðrum í virðiskeðjunni eins og bakaríum eða niðursuðuverksmiðjum. Þvert á móti er honum ætlað að tryggja vilja þeirra til að taka þá áhættu að leggja fjármuni í framleiðslu sem gefur þeim ekki tekjur fyrir en eftir marga mánuði. Það er nefnilega áhætta fólgin í slíkri fjárbindingu. Hækkandi matvælaverð er staðreynd Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fylgist náið með þróun matvælaframboðs og matvælaverðs í heiminum. Eitt stærsta áhyggjuefnið þar er hvernig brauðfæða má þær milljónir í heiminum sem reiða sig á matvælaaðstoð. Hvaðan á aukið fjármagn til að standa undir auknum kostnaði hjálparstofnana, að koma? Í morgunþætti á Rásar 1 þann 28. mars sl. var helst að heyra á framkvæmdastjóra Samtaka atvinnurekenda að núverandi staða væri okkur lítið áhyggjuefni, við fengjum allar þær vörur sem við þurfum en jú hann játaði að það gæti verið að þær kostuðu meira. Sannleikurinn er hins vegar því miður sá að hækkað matarverð hefur áhrif á fæðuöryggi allra í heiminum. Við í ríkasta hluta heimsins þurfum að líkindum ekki að horfast í augu við skort en sama verður ekki sagt um stóra hópa kvenna sem víðast bera ábyrgð á að koma mat á borð fjölskyldna sinna sem og fjölskyldna þeirra víðs vegar í heiminum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar