Festi kaup á einni dýrustu íbúð sem selst hefur á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 14:17 Níu lúxusíbúðir eru enn til sölu við Austurhöfn. Miklaborg Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, hefur keypt 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu. Um er að ræða stærstu lúxusíbúðina við Austurhöfn og fullyrt að þetta sé dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Gengið var frá kaupunum fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir fréttastofu en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá sölunni. Innangengt er í íbúðina á sjöttu hæð beint úr lyftu. Hún er seld fokheld en miðað er við að hún sé sex herbergja. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í fyrra að uppsett verð væri hálfur milljarður króna. Miðað við það er fermetraverðið um 1,4 milljónir króna. Um er að ræða horníbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn, tveimur svölum og tveimur bílastæðum. „Gluggar til þriggja átta fylla íbúðina mjúkri, náttúrulegri birtu. Stórar svalir bjóða upp á óviðjafnanlegt útsýni yfir hafið og lifandi höfnina og aðrar horfa yfir garðinn," sagði í kynningarefni frá Austurhöfn. Greint var frá því í nóvember í fyrra að næststærsta lúxusíbúðin við Austurhöfn hafi verið seld til K&F ehf. en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. Ísland í dag leit við í einni lúxusíbúð við Austurhöfn á síðasta ári. Ekkert var til sparað þegar kom að því að innrétta íbúðina. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. 23. nóvember 2021 22:23 Innlit í lúxusíbúðirnar við Austurhöfn „Þetta umrædda hús er fjölbýlishús sem samanstendur af sjötíu íbúðum og þar af eru fjórar penthouse íbúðir sem er svolítið stórar og tilbúnar til innréttingar.“ 16. nóvember 2020 10:30 Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan. 10. september 2020 11:29 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá sölunni. Innangengt er í íbúðina á sjöttu hæð beint úr lyftu. Hún er seld fokheld en miðað er við að hún sé sex herbergja. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í fyrra að uppsett verð væri hálfur milljarður króna. Miðað við það er fermetraverðið um 1,4 milljónir króna. Um er að ræða horníbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn, tveimur svölum og tveimur bílastæðum. „Gluggar til þriggja átta fylla íbúðina mjúkri, náttúrulegri birtu. Stórar svalir bjóða upp á óviðjafnanlegt útsýni yfir hafið og lifandi höfnina og aðrar horfa yfir garðinn," sagði í kynningarefni frá Austurhöfn. Greint var frá því í nóvember í fyrra að næststærsta lúxusíbúðin við Austurhöfn hafi verið seld til K&F ehf. en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. Ísland í dag leit við í einni lúxusíbúð við Austurhöfn á síðasta ári. Ekkert var til sparað þegar kom að því að innrétta íbúðina.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. 23. nóvember 2021 22:23 Innlit í lúxusíbúðirnar við Austurhöfn „Þetta umrædda hús er fjölbýlishús sem samanstendur af sjötíu íbúðum og þar af eru fjórar penthouse íbúðir sem er svolítið stórar og tilbúnar til innréttingar.“ 16. nóvember 2020 10:30 Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan. 10. september 2020 11:29 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. 23. nóvember 2021 22:23
Innlit í lúxusíbúðirnar við Austurhöfn „Þetta umrædda hús er fjölbýlishús sem samanstendur af sjötíu íbúðum og þar af eru fjórar penthouse íbúðir sem er svolítið stórar og tilbúnar til innréttingar.“ 16. nóvember 2020 10:30
Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan. 10. september 2020 11:29