Sigmundi sárnaði glósur og háðstónn í umfjöllun um fjárkúgunarmálið Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2022 11:54 Í nýjum hlaðvarpsþætti fjalla þær Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yagi um minnisstæði fréttamál. Fyrsti þátturinn fjallar um einstakt mál, þegar þær Malín Brand og Hlín Einarsdóttir reyndu að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra. Þær vildu fá átta milljónir króna ellegar yrðu upplýsingar um kaup hans á DV gerð opinber. Þær vissu hvar barn forsætisráðherra væri á leikskóla. Sumarið 2015 barst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra landsins bréf þar sem því var hótað að óþægilegar upplýsingar um hann myndu birtast um hann ef hann borgaði ekki átta milljónir króna. Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta skipti um málið sjö árum síðar í viðtali við þær Nadine Guðrúnu Yagi og Þórhildi Þorkelsdóttur í þeirra fyrsta hlaðvarpsþætti sem ber heitið Eftirmál. Þar fer Sigmundur yfir það eins og það horfir við honum og ljóst að honum sárnaði hvernig umfjöllunin var. „Það sem mér fannst undarlegast eftir þetta voru viðbrögð í umræðunni um þetta mál. Þar sem nánast var gert grín að því að lögreglan hefði tekið þetta svona föstum tökum og farið í allar þessar aðgerðir. Sérstaklega þegar fyrir lá hverjir hefðu staðið að þessu að þessu. Gegnumgangandi fannst mér í umfjöllun að nánast hæðast að þessu. Ég leyfi mér að efast um að sama hefði átt við í öllum tilvikum,“ segir Sigmundur Davíð. Eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar Um er að ræða einstakt mál, eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar. Þær Nadine og Þórhildur ræða þær við bæði Sigmund Davíð sjálfan og Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmann Sigmundar á þeim tíma í þættinum. Sem lýsir því sem einhverju því einkennilegasta sem hann hefur lent í. „Topp þrír súrrealískustu atburðir lífs míns.“ Hann segir atburðarásina og málið allt farsakennt. Þær Þórhildur og Nadine lýsa því hvernig allar fréttastofur landsins fóru á yfirsnúning eftir að Vísir skúbbaði málinu enda um einstakan atburð að ræða og atburðarásin var hröð. Eftir ævintýralega lögregluaðgerð voru þær systur Malín Brand og Hlín Einarsdóttir handteknar sem þær sem stóð að baki fjárkúguninni. Malín var þá starfandi á Morgunblaðinu og Hlín var ritstjóri Bleikt.is sem var vefmiðill sem fjallaði um skemmtanalíf og tísku; þannig og til þess að gera báðar þekktar. Hvað höfðu systurnar á Sigmund? Sigmundur Davíð segir að málið hafi verið alvarlegt. En í bréfinu sem hann barst segir til dæmis að bréfritari eða bréfritarar viti hvar barn hans, þá þriggja ára einkadóttir, sé í leikskóla. Þetta hefur ekki komið fram áður en það var ekki síst vegna þessa atriðis sem lögreglan sá fyllstu ástæðu til að taka málið föstum tökum. En Sigmundur Davíð telur hins vegar það skipta máli hver átti í hlut þegar litið er til þess hvaða stefnu umræðan tók og fréttaflutningur, en hann telur sig hafa vissu fyrir því að ýmsir fjölmiðlamenn hafi beinlínis haft horn í síðu sinni, væru ekki sanngjarnir gagnvart sér sumir en hann hafi ekki búist við þessu. Þórhildur, Sigmundur Davíð og Nadine Guðrún. „Ef til dæmis núverandi forsætisráðherra hefði lent í slíku. Að þá hefði aðal umfjöllunarefnið verið annars vegar að hæðast að lögreglu fyrir aðgerðir lagði út í og hins vegar, sem var aðalatriðið hjá mörgum, hvað þær hefðu haft á mig? Það þótti mest spennandi og þetta þótti mér svekkjandi, og skrítið og óeðlilegt við þessar aðstæður. Að umræðan snerist um það hvað þær hefðu á mig sem var þessi kenning að ég hafi keypt DV,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í fróðlegum þætti Eftirmála sem finna má á Tal. Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið Lögreglumál Dómsmál Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Eftirmál Tengdar fréttir Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta skipti um málið sjö árum síðar í viðtali við þær Nadine Guðrúnu Yagi og Þórhildi Þorkelsdóttur í þeirra fyrsta hlaðvarpsþætti sem ber heitið Eftirmál. Þar fer Sigmundur yfir það eins og það horfir við honum og ljóst að honum sárnaði hvernig umfjöllunin var. „Það sem mér fannst undarlegast eftir þetta voru viðbrögð í umræðunni um þetta mál. Þar sem nánast var gert grín að því að lögreglan hefði tekið þetta svona föstum tökum og farið í allar þessar aðgerðir. Sérstaklega þegar fyrir lá hverjir hefðu staðið að þessu að þessu. Gegnumgangandi fannst mér í umfjöllun að nánast hæðast að þessu. Ég leyfi mér að efast um að sama hefði átt við í öllum tilvikum,“ segir Sigmundur Davíð. Eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar Um er að ræða einstakt mál, eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar. Þær Nadine og Þórhildur ræða þær við bæði Sigmund Davíð sjálfan og Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmann Sigmundar á þeim tíma í þættinum. Sem lýsir því sem einhverju því einkennilegasta sem hann hefur lent í. „Topp þrír súrrealískustu atburðir lífs míns.“ Hann segir atburðarásina og málið allt farsakennt. Þær Þórhildur og Nadine lýsa því hvernig allar fréttastofur landsins fóru á yfirsnúning eftir að Vísir skúbbaði málinu enda um einstakan atburð að ræða og atburðarásin var hröð. Eftir ævintýralega lögregluaðgerð voru þær systur Malín Brand og Hlín Einarsdóttir handteknar sem þær sem stóð að baki fjárkúguninni. Malín var þá starfandi á Morgunblaðinu og Hlín var ritstjóri Bleikt.is sem var vefmiðill sem fjallaði um skemmtanalíf og tísku; þannig og til þess að gera báðar þekktar. Hvað höfðu systurnar á Sigmund? Sigmundur Davíð segir að málið hafi verið alvarlegt. En í bréfinu sem hann barst segir til dæmis að bréfritari eða bréfritarar viti hvar barn hans, þá þriggja ára einkadóttir, sé í leikskóla. Þetta hefur ekki komið fram áður en það var ekki síst vegna þessa atriðis sem lögreglan sá fyllstu ástæðu til að taka málið föstum tökum. En Sigmundur Davíð telur hins vegar það skipta máli hver átti í hlut þegar litið er til þess hvaða stefnu umræðan tók og fréttaflutningur, en hann telur sig hafa vissu fyrir því að ýmsir fjölmiðlamenn hafi beinlínis haft horn í síðu sinni, væru ekki sanngjarnir gagnvart sér sumir en hann hafi ekki búist við þessu. Þórhildur, Sigmundur Davíð og Nadine Guðrún. „Ef til dæmis núverandi forsætisráðherra hefði lent í slíku. Að þá hefði aðal umfjöllunarefnið verið annars vegar að hæðast að lögreglu fyrir aðgerðir lagði út í og hins vegar, sem var aðalatriðið hjá mörgum, hvað þær hefðu haft á mig? Það þótti mest spennandi og þetta þótti mér svekkjandi, og skrítið og óeðlilegt við þessar aðstæður. Að umræðan snerist um það hvað þær hefðu á mig sem var þessi kenning að ég hafi keypt DV,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í fróðlegum þætti Eftirmála sem finna má á Tal. Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið
Lögreglumál Dómsmál Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Eftirmál Tengdar fréttir Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01