Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 08:49 Talibanar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir nýju takmarkanirnar. Getty/Anadolu Agency Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt. Afganistan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Afganistan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira