Frammistaða Sigtryggs Arnars var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar þar sem þeir Hörður Unnsteinsson og Darri Freyr Atlason voru gestir.
Sigtryggur skoraði 35 stig í leiknum sem lauk 101-76 fyrir Tindastól.
Þar af voru tíu þriggja stiga skot sem fóru niður hjá þessum 29 ára gamla skotbakverði sem hefur skráð sig á spjöld sögunnar hjá Tindastól eins og farið var yfir í Körfuboltakvöldi.
Yfirferðina má sjá í innslaginu hér að neðan.