Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:48 Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að starfsfólkið sé alltaf sett í fyrsta sæti. Samsett Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36