Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2022 20:31 Friðrik Ingi ræðir hér við Eggert Þór Aðalsteinsson dómara sem dæmdi þó ekki í Grindavík í kvöld. Friðrik var óánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu. UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu.
UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00