Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Þorstenn Hjálmsson skrifar 23. mars 2022 23:10 Patrekur var langt í frá sáttur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. „Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Fleiri fréttir Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Fleiri fréttir Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira