Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2022 22:02 Frá heræfingu á Keflavíkurflugvelli í október 2018. Skjáskot/Stöð 2 Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um varnaræfinguna Norður-Víking, sem fram fer dagana 2. til 14. apríl næstkomandi. Í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytis segir að megintilgangurinn sé að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland sem og mikilvægra innviða, eins og fjarskiptakapla. Til hafi staðið að halda æfinguna vorið 2020 en vegna heimsfaraldursins hafi þeim áformum verið slegið á frest. Um sé að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja en einnig taki þátt í henni sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs. Liður í Norður-Víkingi sé svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, er sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum.Egill Aðalsteinsson Í ljósi tímasetningarinnar spyrja eflaust margir hvort þessi æfing núna tengist spennu NATO-ríkja og Rússlands vegna Úkraínu. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, fullyrðir að svo sé ekki og bendir á að æfingunni hafi áður verið frestað vegna covid og að slíkar heræfingar séu undirbúnar með löngum fyrirvara. Þá sé í samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006 gert ráð fyrir slíkum æfingum reglulega. Þetta sé hluti af því. „Þessi tiltekna æfing, Norður-Víkingur, var fyrst 1982 þannig að það eru engar líkur á því að þetta tengist Úkraínumálinu,“ segir Albert, sem er sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum. -Þannig að það er ekki verið að senda Rússum nein sérstök skilaboð með því að hafa æfingar hér? „Það tel ég alveg útilokað og ekkert sem bendir til þess,“ svarar Albert. Herskipafloti í Sundahöfn í Reykjavík haustið 2018.Skjáskot/Stöð 2 Af Íslands hálfu taka Landhelgisgæslan og lögreglan þátt í þeim hluta æfingarinnar sem snýr að leit og björgun almennra borgara. Alls er reiknað með að heildarfjöldi þátttakenda í æfingunni á Íslandi verði rúmlega 700 manns, um helmingur þeirra verður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar sem heræfingarnar fara að miklu leyti fram á hafinu í kringum landið verður almenningur lítið var við þær. Það væri helst að menn gætu séð hertól þegar æfingunum lýkur um páskana en þá er von á allt að fjórum herskipum í heimsókn til Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Kalda stríðið Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Lögreglan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. 18. október 2018 20:07 Lögreglan minnir á að vopn hermannanna í Þjórsárdal verða óhlaðin Í dag, föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. 19. október 2018 10:49 Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Anna María Flygenring. bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. 19. október 2018 19:30 Samtök hernaðarandstæðinga fyrir „tilviljun“ í menningarferð á heræfingasvæði Samtök hernaðarandstæðinga munu mótmæla skipulagðri heræfingu í Þjórsárdal í dag 20. október 2018 15:36 Kafbátur NATO í Reykjavíkurhöfn Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Hún fer fram við Íslandsstrendur. 23. júní 2017 13:28 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um varnaræfinguna Norður-Víking, sem fram fer dagana 2. til 14. apríl næstkomandi. Í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytis segir að megintilgangurinn sé að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland sem og mikilvægra innviða, eins og fjarskiptakapla. Til hafi staðið að halda æfinguna vorið 2020 en vegna heimsfaraldursins hafi þeim áformum verið slegið á frest. Um sé að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja en einnig taki þátt í henni sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs. Liður í Norður-Víkingi sé svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, er sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum.Egill Aðalsteinsson Í ljósi tímasetningarinnar spyrja eflaust margir hvort þessi æfing núna tengist spennu NATO-ríkja og Rússlands vegna Úkraínu. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, fullyrðir að svo sé ekki og bendir á að æfingunni hafi áður verið frestað vegna covid og að slíkar heræfingar séu undirbúnar með löngum fyrirvara. Þá sé í samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006 gert ráð fyrir slíkum æfingum reglulega. Þetta sé hluti af því. „Þessi tiltekna æfing, Norður-Víkingur, var fyrst 1982 þannig að það eru engar líkur á því að þetta tengist Úkraínumálinu,“ segir Albert, sem er sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum. -Þannig að það er ekki verið að senda Rússum nein sérstök skilaboð með því að hafa æfingar hér? „Það tel ég alveg útilokað og ekkert sem bendir til þess,“ svarar Albert. Herskipafloti í Sundahöfn í Reykjavík haustið 2018.Skjáskot/Stöð 2 Af Íslands hálfu taka Landhelgisgæslan og lögreglan þátt í þeim hluta æfingarinnar sem snýr að leit og björgun almennra borgara. Alls er reiknað með að heildarfjöldi þátttakenda í æfingunni á Íslandi verði rúmlega 700 manns, um helmingur þeirra verður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar sem heræfingarnar fara að miklu leyti fram á hafinu í kringum landið verður almenningur lítið var við þær. Það væri helst að menn gætu séð hertól þegar æfingunum lýkur um páskana en þá er von á allt að fjórum herskipum í heimsókn til Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Kalda stríðið Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Lögreglan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. 18. október 2018 20:07 Lögreglan minnir á að vopn hermannanna í Þjórsárdal verða óhlaðin Í dag, föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. 19. október 2018 10:49 Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Anna María Flygenring. bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. 19. október 2018 19:30 Samtök hernaðarandstæðinga fyrir „tilviljun“ í menningarferð á heræfingasvæði Samtök hernaðarandstæðinga munu mótmæla skipulagðri heræfingu í Þjórsárdal í dag 20. október 2018 15:36 Kafbátur NATO í Reykjavíkurhöfn Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Hún fer fram við Íslandsstrendur. 23. júní 2017 13:28 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23
Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55
Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. 18. október 2018 20:07
Lögreglan minnir á að vopn hermannanna í Þjórsárdal verða óhlaðin Í dag, föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. 19. október 2018 10:49
Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Anna María Flygenring. bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. 19. október 2018 19:30
Samtök hernaðarandstæðinga fyrir „tilviljun“ í menningarferð á heræfingasvæði Samtök hernaðarandstæðinga munu mótmæla skipulagðri heræfingu í Þjórsárdal í dag 20. október 2018 15:36
Kafbátur NATO í Reykjavíkurhöfn Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Hún fer fram við Íslandsstrendur. 23. júní 2017 13:28