Að halda rétt á spöðunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 24. mars 2022 07:00 Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar