Guðrún Helgadóttir er látin Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:03 Guðrún Helgadóttir var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017. Reykjavík Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna.
Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26