Í upphitunarþættinum er farið yfir helstu tilnefningarnar í ár ásamt því að líta til baka á einhverjar stærstu stundir verðlaunahátíðarinnar og rauða dregilsins.
Þær luma á ýmsum góðum hugmyndum fyrir Óskarspartýið á sunnudaginn, velta því fyrir sér hvernig Jennifer Lawrence náði að detta svona tignarlega og auðvitað er svanakjóllinn hennar Bjarkar líka í umræðunni.
Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan.
Óskarsverðlaunin verða í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Klukkan 23 hefst útsending frá rauða dreglinum en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti. Kynnir í útsendingunni verður Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas. Dóra Júlía og Elísabet Hanna munu síðan fylgjast náið með öllu ferlinu frá A til Ö hér á Vísi.