Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 12:02 Þrátt fyrir umframeftirspurn fengu fjárfestar afslátt af hlutabréfaverði við kaup á bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Egill Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. Bankasýsla ríkisins tilkynnti í gær um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka í gær til fagfjárfesta sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna sem rennur til ríkisins. Sölunni lauk snemma í morgun. Búið er að úthluta til fagfjárfesta samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá gætir nokkurrar óánægju innanlands með til hverra var úthlutað því íslenskir aðilar buðu í einhverjum tilvikum hærra verð í hlut ríkisins en útboðsgengið var og veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu. Bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga," segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Lífeyrissjóðir hafa að öllum líkindum sótt um að kaupa í útboðinu en nú eru þrír innlendir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa. En erlendur aðili er sá stærsti fyrir utan ríkið eða Capital Group. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær og var fyrir hádegi búið að hækka um ríflega 4 prósent. Verð til fagfjárfesta er því tæplega tíu prósent lægra en markaðsgengi dagsins í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá greiningaraðilum á markaði er talsverð óánægja með að fagfjárfestar fái afslátt af markaðsgengi þar sem umfram eftirspurn var í útboðinu. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Tengdar fréttir Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Bankasýsla ríkisins tilkynnti í gær um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka í gær til fagfjárfesta sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna sem rennur til ríkisins. Sölunni lauk snemma í morgun. Búið er að úthluta til fagfjárfesta samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá gætir nokkurrar óánægju innanlands með til hverra var úthlutað því íslenskir aðilar buðu í einhverjum tilvikum hærra verð í hlut ríkisins en útboðsgengið var og veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu. Bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga," segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Lífeyrissjóðir hafa að öllum líkindum sótt um að kaupa í útboðinu en nú eru þrír innlendir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa. En erlendur aðili er sá stærsti fyrir utan ríkið eða Capital Group. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær og var fyrir hádegi búið að hækka um ríflega 4 prósent. Verð til fagfjárfesta er því tæplega tíu prósent lægra en markaðsgengi dagsins í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá greiningaraðilum á markaði er talsverð óánægja með að fagfjárfestar fái afslátt af markaðsgengi þar sem umfram eftirspurn var í útboðinu. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Tengdar fréttir Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48