Tímalaus fegurð dönsku kertanna frá Ester & Erik Vogue fyrir heimilið 24. mars 2022 12:10 Gæði og tímalaus fegurð einkennir kertin frá Ester & Erik. Þau fást hjá Vogue fyrir heimilið. „Við kveikjum á kertum á gleði- og sorgarstundum og þegar við viljum skapa ákveðna stemmningu. Kertaljós tengist tilfinningum og því er kertaframleiðsla svo persónuleg. Það er eitthvað einstakt við þennan bransa,“ segir Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik. Ester & Erik er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða kerti og er ein af fáum kertaverskmiðjum í Danmörku í dag. Á sjötta og sjöunda áratugnum var kertaframleiðsla aftur á móti stór hluti Danskrar framleiðsluflóru og segir Søren dönsk kerti hafa verið fræg um allan heim fyrir gæði. Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik. „Það voru yfir hundrað kertaverksmiðjur í Danmörku fyrir um fimmtíu árum og horft til danskrar kertaframleiðslu eins og horft er til Sviss og úrsmíði. Þegar farið var að flytja inn ódýr kerti frá Kína lögðu flestar verksmiðjurnar upp laupana og nú eru það bara við og örfáir aðrir sem framleiða og selja kerti af þessum gæðum í Danmörku,“ útskýrir Søren. Gat ekki hugsað sér að aðrir tækju yfir Foreldrar Søren, Ester og Erik stofunuðufyrirtækið árið 1987 og lögðu strax áherslu á að um gæðaframleiðslu yrði að ræða. Ester og Erik voru á sextugsaldri þegar þau stofnuðu fyrirtækið og eftir tuttugu ára farsælt starf ætluðu þau að selja. Søren hafði aldrei séð sjálfan sig sem kertaframleiðanda og bjó í Sidney á þessum tíma en honum hugnaðist ekki að aðrir tækju yfir fyrirtækið, sem var orðið rótgróið á markaðnum undir nafni foreldra hans. Hann flutti því heim. Hjónin hafa helgað sig kertaframleiðslu og vinna ennþá nánast fullan vinnudag að nálgast áttrætt. „Þetta var lítið fjölskyldufyrirtæki en með mikla möguleika og mér fannst sagan svo mikilvæg. Mamma og pabbi nýttu í raun aldrei þessa sögu, þau settu sig sjálf aldrei í forgrunn og einbeittu sér aðeins að framleiðslunni. Fólk þekkti því kertin en ekki fólkið á bak við sem hafði lagt hjartað í vinnsluna. Foreldrar mínir eru stolt af vörunni og nota hana sjálf alla daga enda kom það á daginn að þau geta ekkert sest í helgan stein. Mamma er að nálgast áttrætt og vinnur ennþá nánst fullan vinnudag og pabbi líka. Þau eru áhugasöm um að sjá hvernig fyritækið er að þróast. Nú er ég sjálfur orðinn tilfinningalega bundinn fyrirtækinu. Þessi bransi er bara þannig. Nú sé ég í hyllingum að krakkarnir mínir taki síðan við og haldi fjölskyldumerkinu áfram,” segir Søren. Vélar sjá um að dýfa römmunum í parafin en þegar kemur að lituninni er það gert í höndunum. Samhent hjón sem slá ekkert af gæðakröfum Gæði og tímalaus fegurð einkennir kertin frá Ester & Erik og segir Søren foreldra sína hafa helgað líf sitt kertaframleiðslunni. „Þau unnu áður hjá verskmiðju sem framleiddi bestu kertin á þeim tíma en þegar eigandi þeirrar verksmiðjunnar fór aðeins út af sporinu og breytti starfseminni ákváðu þau að fara eigin leiðir,” segir Søren. „Þau vildu strax að taka gæðin fram yfir allt annað og nota eingöngu besta hráefnið. Þau unnu allan sólarhringinn fyrstu árin og gerðu allskonar mistök enda er kertaframleiðsla ekki iðngrein sem hægt er að læra í skóla. Þau bjuggu auðvitað yfir mikilli reynslu en þetta eru gamaldags aðferðir og það þarf að prófa sig áfram til að þróa eitthvað nýtt,” útskýrir Søren. Erik faðir hans hafi meðal annars þróað sérstaka grind til að tryggja form og gæði framleiðslunnar. Rammarnir eru hannaðir af Erik og fékk fyrirtækið einkaleyfi á þeim. „Pabbi sérhannaði ramma til að dýfa í parafinið. Römmunum er dýft með vélum en þegar kemur að því að lita kertin gerum við það alltaf í höndunum. Við afhendum kertin í römmunum og verslanir klippa kertin beint úr þeim. Við erum með einkaleyfi á þessum ramma en ramminn og aðferðin gerir það að verkum að formið á kertunum okkar er einstakt, þau eru mjög oddhvöss og há og þykja mjög glæsileg á borði,” segir Søren en kertin frá Ester & Erik eru seld í yfir fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi hjá Vogue fyrir heimilið. Ester & Erik kertin eru einnig eftirsótt af fyrirtækjum þegar setja á upp glæsilega viðburði. „Við framleiðum kerti í V.I.P gjafapoka fyrir fyrirtæki eins og Rolex í Sviss. Þá erum við í viðræðum við skipuleggjendur Óskarsverðlaunanna og við MOMA í New York,” segir Søren. „Við notum eingöngu hreint parafin, það sama og er notað í snyrtivörur. Þetta parafin hefur hátt bráðnunarstig og því brenna kertin okkar mjög hægt. Þá telur litapallettan okkar áttatíu og átta mismunandi liti, fleiri en nokkur annar kertaframleiðandi, og við stefnum á að fjölga litunum enn. Liturinn á kertunum er sterkur og dofnar ekki,” segir Søren. Kertin frá Ester & Erik fást í Vogue fyrir heimilið. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Ester & Erik er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða kerti og er ein af fáum kertaverskmiðjum í Danmörku í dag. Á sjötta og sjöunda áratugnum var kertaframleiðsla aftur á móti stór hluti Danskrar framleiðsluflóru og segir Søren dönsk kerti hafa verið fræg um allan heim fyrir gæði. Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik. „Það voru yfir hundrað kertaverksmiðjur í Danmörku fyrir um fimmtíu árum og horft til danskrar kertaframleiðslu eins og horft er til Sviss og úrsmíði. Þegar farið var að flytja inn ódýr kerti frá Kína lögðu flestar verksmiðjurnar upp laupana og nú eru það bara við og örfáir aðrir sem framleiða og selja kerti af þessum gæðum í Danmörku,“ útskýrir Søren. Gat ekki hugsað sér að aðrir tækju yfir Foreldrar Søren, Ester og Erik stofunuðufyrirtækið árið 1987 og lögðu strax áherslu á að um gæðaframleiðslu yrði að ræða. Ester og Erik voru á sextugsaldri þegar þau stofnuðu fyrirtækið og eftir tuttugu ára farsælt starf ætluðu þau að selja. Søren hafði aldrei séð sjálfan sig sem kertaframleiðanda og bjó í Sidney á þessum tíma en honum hugnaðist ekki að aðrir tækju yfir fyrirtækið, sem var orðið rótgróið á markaðnum undir nafni foreldra hans. Hann flutti því heim. Hjónin hafa helgað sig kertaframleiðslu og vinna ennþá nánast fullan vinnudag að nálgast áttrætt. „Þetta var lítið fjölskyldufyrirtæki en með mikla möguleika og mér fannst sagan svo mikilvæg. Mamma og pabbi nýttu í raun aldrei þessa sögu, þau settu sig sjálf aldrei í forgrunn og einbeittu sér aðeins að framleiðslunni. Fólk þekkti því kertin en ekki fólkið á bak við sem hafði lagt hjartað í vinnsluna. Foreldrar mínir eru stolt af vörunni og nota hana sjálf alla daga enda kom það á daginn að þau geta ekkert sest í helgan stein. Mamma er að nálgast áttrætt og vinnur ennþá nánst fullan vinnudag og pabbi líka. Þau eru áhugasöm um að sjá hvernig fyritækið er að þróast. Nú er ég sjálfur orðinn tilfinningalega bundinn fyrirtækinu. Þessi bransi er bara þannig. Nú sé ég í hyllingum að krakkarnir mínir taki síðan við og haldi fjölskyldumerkinu áfram,” segir Søren. Vélar sjá um að dýfa römmunum í parafin en þegar kemur að lituninni er það gert í höndunum. Samhent hjón sem slá ekkert af gæðakröfum Gæði og tímalaus fegurð einkennir kertin frá Ester & Erik og segir Søren foreldra sína hafa helgað líf sitt kertaframleiðslunni. „Þau unnu áður hjá verskmiðju sem framleiddi bestu kertin á þeim tíma en þegar eigandi þeirrar verksmiðjunnar fór aðeins út af sporinu og breytti starfseminni ákváðu þau að fara eigin leiðir,” segir Søren. „Þau vildu strax að taka gæðin fram yfir allt annað og nota eingöngu besta hráefnið. Þau unnu allan sólarhringinn fyrstu árin og gerðu allskonar mistök enda er kertaframleiðsla ekki iðngrein sem hægt er að læra í skóla. Þau bjuggu auðvitað yfir mikilli reynslu en þetta eru gamaldags aðferðir og það þarf að prófa sig áfram til að þróa eitthvað nýtt,” útskýrir Søren. Erik faðir hans hafi meðal annars þróað sérstaka grind til að tryggja form og gæði framleiðslunnar. Rammarnir eru hannaðir af Erik og fékk fyrirtækið einkaleyfi á þeim. „Pabbi sérhannaði ramma til að dýfa í parafinið. Römmunum er dýft með vélum en þegar kemur að því að lita kertin gerum við það alltaf í höndunum. Við afhendum kertin í römmunum og verslanir klippa kertin beint úr þeim. Við erum með einkaleyfi á þessum ramma en ramminn og aðferðin gerir það að verkum að formið á kertunum okkar er einstakt, þau eru mjög oddhvöss og há og þykja mjög glæsileg á borði,” segir Søren en kertin frá Ester & Erik eru seld í yfir fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi hjá Vogue fyrir heimilið. Ester & Erik kertin eru einnig eftirsótt af fyrirtækjum þegar setja á upp glæsilega viðburði. „Við framleiðum kerti í V.I.P gjafapoka fyrir fyrirtæki eins og Rolex í Sviss. Þá erum við í viðræðum við skipuleggjendur Óskarsverðlaunanna og við MOMA í New York,” segir Søren. „Við notum eingöngu hreint parafin, það sama og er notað í snyrtivörur. Þetta parafin hefur hátt bráðnunarstig og því brenna kertin okkar mjög hægt. Þá telur litapallettan okkar áttatíu og átta mismunandi liti, fleiri en nokkur annar kertaframleiðandi, og við stefnum á að fjölga litunum enn. Liturinn á kertunum er sterkur og dofnar ekki,” segir Søren. Kertin frá Ester & Erik fást í Vogue fyrir heimilið.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira