Furðar sig á öryggisleiðbeiningum sem eru einungis á ensku Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 21:51 Eiríkur smellti mynd af leiðbeiningunum sem vöktu furðu hans þegar hann gekk hjá þeim í Árnagarði. Vísir/Vilhelm Prófessor emeritus í íslenskri málfræði furðar sig á því að lífsnauðsynlegar upplýsingar við hlið nýs hjartastuðtækis í Háskóla Íslands séu einungis á ensku en ekki íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann. Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann.
Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira