Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. mars 2022 10:30 Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Viðreisn Alþingi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun