Heilbrigðisstarfsmenn - hvar eruð þið? Kolbrún Stígsdóttir, Sigríður Halla Magnúsdóttir og Heiða Ingimarsdóttir skrifa 22. mars 2022 08:31 Samtök um endómetríósu standa fyrir ráðstefnu 28. mars næstkomandi og ber hún heitið: Endó, ekki bara slæmir túrverkir: Ákall einstaklinga með endómetríósu um skilvirkari þjónustu. Helsta markmið ráðstefnunnar er að fræða heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi um þennan flókna sjúkdóm og höfum við fengið til landsins sérhæfða endómetríósu sérfræðinga og fagfólk til að halda erindi. Sökum þess hve algengur sjúkdómurinn er þá koma erindi ráðstefnunnar okkur öllum við. En þó sérstaklega heilbrigðisstarfsfólki þar sem við höfum fengið þrjá vottaða endómetríósu sérfræðinga til að tala um sjúkdóminn í mismunandi líffærakerfum auk baráttufólks sem hefur unnið að vitundarvakningu um árabil. Áhugi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni hefur því miður ekki verið mikill sem gefur til kynna að enn eigum við langt í land með að fá skilvirkari þjónustu, enda verðar allir að leggja hönd á plóg til þess að svo megi verða. Við spyrjum okkur af hverju þetta áhugaleysi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni stafar? Við vitum að heilbrigðisráðuneytið og Embætti landslæknis hafa áhuga á ráðstefnunni okkar. Eins hafa allir þingflokkar tilnefnt aðila á ráðstefnuna. Samstaða utan úr heimi en hvar er áhuginn hér heima? Þegar við í stjórn Samtaka um endómetríósu vorum að skipuleggja ráðstefnuna þá kom í ljós að margir af helstu og færustu sérfræðingum í endómetríósu höfðu mikinn áhuga á að koma til landsins og halda erindi. Í sumum tilfellum hentaði tímasetningin ekki nógu vel og því eigum við inni loforð hjá enn fleira fagfólki vegna ráðstefna í framtíðinni. Við fundum það líka að vegna þess að við erum sjúklingasamtök þá voru ýmsir sérfræðingar frekar tilbúnir til að koma og halda erindi og það jafnvel með stuttum fyrirvara. Sem dæmi má nefna að tveir sérfræðingar voru tilbúnir að koma án nokkurs kostnaðar fyrir samtökin. Við sem sjúklingasamtök vitum betur en heilbrigðisstarfsfólk hvað það er í þjónustunni við okkur sem mætti laga. Það erum við sem eru að fá þjónustuna eða erum að kalla eftir henni og erum því marktækasti mælikvarðinn á þjónustustigið. Sérfræðiþekking á heimsmælikvarða á silfurfati Við hjá samtökunum höfum sýnt því vissan skilning að Ísland sé lítið og að við getum ekki átt sérfræðinga í öllu. Við getum samt sem áður ekki sýnt því skilning að nú þegar við flytjum inn færustu sérfræðinga í Evrópu láti sérfræðingarnir hér heima ekki sjá sig. Við skulum hafa það á hreinu að við erum að fá alla þá sérfræðinga sem eru vottaðir í endómetríósu í Evrópu á þessa einu ráðstefnu, til þess að miðla sínum fróðleik. Þegar stór hópur sjúklinga er farin að safna sér fyrir aðgerðum sem kosta fleiri hundruð þúsunda og eru ekki niðurgreiddar af íslenska ríkinu þá segir það sig sjálft að eitthvað mikið sé að þjónustunni sem ríkið á að veita. Það er ýmis vinna í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu sem mun vonandi skila sér í skilvirkari þjónustu. Við höfum miklar áhyggjur af því áhugaleysi sem við finnum fyrir hjá heilbrigðisstarfsstéttum enda þurfa sjúklingar með endómetríósíu á ólíkum heilbrigðisstarfsstéttum að halda. Því er mikilvægt að aðilar alls staðar úr heilbrigðisgeiranum nýti sér tækifærið sem ráðstefnan er til þess að auka skilning sinn á endómetríósu. Við þurfum á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfurum, kynfræðingum, geislafræðingum, lyfjafræðingum, fíkniráðgjöfum og fleirum að halda. Þeir læknar sem við þurfum á að halda þurfa að halda eru heimilislæknar, kvensjúkdómalæknar, meltingalæknar, innkirtlalækna, nýrnalæknar, lungalæknar, taugalæknar, geðlæknar og háls-, nef- og eyrnalæknar. Sum okkar þurfa líka á því að halda að þroskaþjálfar, félagsliðar, tómstundafræðingar, kennarar og námsráðgjafar séu vel meðvitaðir um hvernig sjúkdómurinn okkar hefur áhrif á líf okkar. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á fagfólk á Íslandi að skrá sig á ráðstefnuna okkar. Þau sem geta ekki gefið sér tíma til að mæta á staðinn geta keypt sér streymisaðgang sem verður virkur í nokkra daga að ráðstefnu lokinni. Höfundar eru: Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður Samtaka um endómetríósu Heiða Ingimarsdóttir, viðburðastjóri Endó: ekki bara slæmir túrverkir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samtök um endómetríósu standa fyrir ráðstefnu 28. mars næstkomandi og ber hún heitið: Endó, ekki bara slæmir túrverkir: Ákall einstaklinga með endómetríósu um skilvirkari þjónustu. Helsta markmið ráðstefnunnar er að fræða heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi um þennan flókna sjúkdóm og höfum við fengið til landsins sérhæfða endómetríósu sérfræðinga og fagfólk til að halda erindi. Sökum þess hve algengur sjúkdómurinn er þá koma erindi ráðstefnunnar okkur öllum við. En þó sérstaklega heilbrigðisstarfsfólki þar sem við höfum fengið þrjá vottaða endómetríósu sérfræðinga til að tala um sjúkdóminn í mismunandi líffærakerfum auk baráttufólks sem hefur unnið að vitundarvakningu um árabil. Áhugi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni hefur því miður ekki verið mikill sem gefur til kynna að enn eigum við langt í land með að fá skilvirkari þjónustu, enda verðar allir að leggja hönd á plóg til þess að svo megi verða. Við spyrjum okkur af hverju þetta áhugaleysi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni stafar? Við vitum að heilbrigðisráðuneytið og Embætti landslæknis hafa áhuga á ráðstefnunni okkar. Eins hafa allir þingflokkar tilnefnt aðila á ráðstefnuna. Samstaða utan úr heimi en hvar er áhuginn hér heima? Þegar við í stjórn Samtaka um endómetríósu vorum að skipuleggja ráðstefnuna þá kom í ljós að margir af helstu og færustu sérfræðingum í endómetríósu höfðu mikinn áhuga á að koma til landsins og halda erindi. Í sumum tilfellum hentaði tímasetningin ekki nógu vel og því eigum við inni loforð hjá enn fleira fagfólki vegna ráðstefna í framtíðinni. Við fundum það líka að vegna þess að við erum sjúklingasamtök þá voru ýmsir sérfræðingar frekar tilbúnir til að koma og halda erindi og það jafnvel með stuttum fyrirvara. Sem dæmi má nefna að tveir sérfræðingar voru tilbúnir að koma án nokkurs kostnaðar fyrir samtökin. Við sem sjúklingasamtök vitum betur en heilbrigðisstarfsfólk hvað það er í þjónustunni við okkur sem mætti laga. Það erum við sem eru að fá þjónustuna eða erum að kalla eftir henni og erum því marktækasti mælikvarðinn á þjónustustigið. Sérfræðiþekking á heimsmælikvarða á silfurfati Við hjá samtökunum höfum sýnt því vissan skilning að Ísland sé lítið og að við getum ekki átt sérfræðinga í öllu. Við getum samt sem áður ekki sýnt því skilning að nú þegar við flytjum inn færustu sérfræðinga í Evrópu láti sérfræðingarnir hér heima ekki sjá sig. Við skulum hafa það á hreinu að við erum að fá alla þá sérfræðinga sem eru vottaðir í endómetríósu í Evrópu á þessa einu ráðstefnu, til þess að miðla sínum fróðleik. Þegar stór hópur sjúklinga er farin að safna sér fyrir aðgerðum sem kosta fleiri hundruð þúsunda og eru ekki niðurgreiddar af íslenska ríkinu þá segir það sig sjálft að eitthvað mikið sé að þjónustunni sem ríkið á að veita. Það er ýmis vinna í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu sem mun vonandi skila sér í skilvirkari þjónustu. Við höfum miklar áhyggjur af því áhugaleysi sem við finnum fyrir hjá heilbrigðisstarfsstéttum enda þurfa sjúklingar með endómetríósíu á ólíkum heilbrigðisstarfsstéttum að halda. Því er mikilvægt að aðilar alls staðar úr heilbrigðisgeiranum nýti sér tækifærið sem ráðstefnan er til þess að auka skilning sinn á endómetríósu. Við þurfum á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfurum, kynfræðingum, geislafræðingum, lyfjafræðingum, fíkniráðgjöfum og fleirum að halda. Þeir læknar sem við þurfum á að halda þurfa að halda eru heimilislæknar, kvensjúkdómalæknar, meltingalæknar, innkirtlalækna, nýrnalæknar, lungalæknar, taugalæknar, geðlæknar og háls-, nef- og eyrnalæknar. Sum okkar þurfa líka á því að halda að þroskaþjálfar, félagsliðar, tómstundafræðingar, kennarar og námsráðgjafar séu vel meðvitaðir um hvernig sjúkdómurinn okkar hefur áhrif á líf okkar. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á fagfólk á Íslandi að skrá sig á ráðstefnuna okkar. Þau sem geta ekki gefið sér tíma til að mæta á staðinn geta keypt sér streymisaðgang sem verður virkur í nokkra daga að ráðstefnu lokinni. Höfundar eru: Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður Samtaka um endómetríósu Heiða Ingimarsdóttir, viðburðastjóri Endó: ekki bara slæmir túrverkir
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun