Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. mars 2022 16:38 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. „Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
„Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira