Fótbolti

Breiða­blik í undan­úr­slit með fullt hús stiga | Stjarnan fylgir með þrátt fyrir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karitas Tómasdóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks í dag.
Karitas Tómasdóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Keppni í riðli 1 í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu lauk í dag. Breiðablik endar sem sigurvegari með fullt hús stiga og Stjarnan eltir nágranna sína í undanúrslit þrátt fyrir tap á Sauðárkróki í dag.

Breiðablik vann 3-1 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í dag en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Natasha Moraa Anasi kom Blikum yfir snemma leik sen Berta Sigursteinsdóttir jafnaði fyrir gestina frá Eyjum.

Helena Ósk Hálfdánardóttir kom Blikum yfir á nýjan leik á 34. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Karitas Tómasdóttir þriðja mark Breiðabliks. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Í hinum leikjum dagsins gerðu KR og Selfoss 1-1 jafntefli á meðan Tindastóll vann 3-2 sigur á Stjörnunni. 

Gestirnir úr Garðabænum enda samt sem áður í 2. sæti með 9 stig á meðan bikarmeistarar Breiðabliks unnu riðilinn með fullt hús stiga eða 15 stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×