Lágar álögur. Líka fyrir barnafjölskyldur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. mars 2022 12:00 Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun